Hafnarstjórn - 131. fundur - 10. desember 2007

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir formaður, Níels Björnsson, Gísli Jón Kristjánsson Kristján Andri Guðjónsson. Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sem ritar fundargerð.


Dagskrá:



1. Gjaldskrá Hafna Ísafjarðarbæjar.


Gjaldskrá fyrir árið 2008 lögð fram og samþykkt.



2. Olíubirgðarstöð á Mávagarði.


Lagt fram minnisblað Sigurðar Áss Grétarssonar, forstöðumanns hafnarsviðs Siglingastofnunar, dagsett 5. nóvember 2007, er varðar viðbótarkostnað vegna dýpkunar og tunnu við Mávagarð.


Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í þessar framkvæmdir og að fé verði flutt úr öðrum verkum svo sem uppbyggingu gamla olíumúla.


Enn fremur leggur hafnarstjórn áherslu á að færsla á sjóvörn efst í krikanum á Mágarði verði færð út til jafns við aðra tilfærslu á garðinum.



3. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra


Mánaðarskýrsla fjármálastjóra dagsett 30. nóvember 2007 fyrir tímabilið janúar-október.


Lögð fram til kynningar. 



Önnur mál


Hafnarstjóri gerði grein fyrir nýafstaðinni ferð til Þýskalands.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 13:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Níels Björnsson.       


Gísli Jón Kristjánsson.


Kristján Andri Guðjónsson.      


Lilja R. Magnúsdóttir.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?