Hafnarstjórn - 127. fundur - 18. september 2007

Mættir eru Níels Björnsson, varaformaður sem stýrir fundi; Hafsteinn Ingólfsson, varamaður B-lista; Birkir Einarsson varamaður B-lista, Kristján Andri Guðjónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sem ritar fundargerð.


Gísli Jón Kristjánsson aðalfulltrúi er fjarverandi.


Þetta var gert:1. Hæfisreglur hafnarvigtarmanna 2007-09-0053


Erindi frá Fiskistofu, dags 28.ágúst. 2007, þar sem fiskistofa bendir á að starfsmenn hafnarinnar á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri eru úrskurðaðir vanhæfir samkvæmt reglugerð um vigtarmenn sem tók gildi þann 1. september sl.


Hafnarstjórn lýsir vanþóknun sinni á tilkynningu Fiskistofu varðandi hæfi starfsmanna hafnarinnar. Bent skal á að á þeim stöðum þar sem aðeins er einn atvinnurekandi umfram sveitarfélag verður ekki því við komið, þar sem umsvif eru það lítil að ekki verður haft nema 50% stöðugildi við höfnina. Verður þá einungis hægt að mæta þessum kröfum Fiskistofu þannig að þeir borgi starfsmönnum eða viðkomandi höfn það sem uppá vantar til að fylla í fullt stöðugildi.2. Varnargarður og flotbryggja við Norðurtanga 2007-09-0032


Erindi frá Hallvarði Aspelund fyrir hönd Sævar Óla Hjörvarssonar, Sundstræti 34, og Ásbergs Péturssonar, Sundstræti 36 á Ísafirði, dagsett 7. september 2007, þar sem óskað er eftir áliti vegna byggingar varnargarða og flotbryggju á rústum gömlu Norðurtangabryggju. Meðfylgjandi er uppdráttur af tveimur tillögum.


Hafnarstjórn bendir á að almenna raglan hefur verið að hafna hafnargerð einkaaðila á hafnarsvæði hafna Ísafjarðarbæjar vegna  fordæmisgildis.3. Eldiskvíar á Dýrafirði 2007-09-0031


Erindi frá Sigurði G. Guðjónssyni  fyrir hönd Dýrfisks ehf., kt: 700807-0450, Brekkugötu 2 Þingeyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja út eldiskvíar sem fyrirhugað er að kaupa frá Grundarfirði. Sótt er um að setja kvíarnar út á eftirtöldum stöðum: 65°53´56N/023°38´06W og 65°52´46N/023°33´28W (Haukadalsbót/Meðaldalur). Á þessu svæði er einnig óskað að haft verði í huga að svæðið geti stækkað.


Hafnarstjórn fagnar framkomnu erindi og heimilar fyrirtækinu að setja út eldiskvíar á viðkomandi stað, en frestar því að taka afstöðu til staðsetningarinnar. Staðsetning skal framkvæmd í nánu samstarfi við starfsmenn hafnarinnar. Hafnarstjóra er falið að afla uppdráttar af svæðinu og úthluta svæðum til fiskeldis samkvæmt hnitum í lengd og breidd.


Hafnarstjóra er jafnframt falið að gera tillögur að svæðum innan hafnamarka hafna Ísafjarðarbæjar á öllum þéttbýliskjörnum fyrir fiskeldi.4. Pallbíll fyrir höfnina af GAZ gerð


Erindi frá hafnarstjóra þar sem lagt er til að fjármagn verði fært á milli liða, þar sem bifreiðin sem áætlað er að kaupa er nokkuð dýrari en gert var ráð fyrir í undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Þar sem dráttur hefur orðið á að bíllinn hafi verið keyptur og einnig að aukalega var ákveðið að setja á hann krana, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Hafnarstjóri leggur til að frestað verði að setja upp veðurstöð á Mávagarði að upphæð kr. 800.000 og einnig frestað verði að setja brunadælu í lóðsbátinn að upphæð kr. 400.000 til að ná upp í þann aukakostnað.


Hafnarstjórn mælir með því að fjármagn verði fært á milli liða á fjárhagsáætlun til að mæta þessum aukakostnaði. Verð bifreiðarinnar er kr. 3.3 milj. án vsk.


Hafnarstjórn leggur til að veðurstöðvar- og brunadæluverkefnum verði frestað til næsta árs.Önnur mál.


Hafnarstjórn leggur til að aðal- og varamenn hafnarstjórnar fari í vettvangskönnun áður en farið verði í vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2008 og ræði við heimamenn á hverjum stað.


 


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 1130


Níels Björnsson       


Birkir Einarsson  


Hafsteinn Ingólfsson


Kristján Andri Guðjónsson    


Lilja Rafney Magnusdóttir


Guðmundur M. Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?