Hafnarstjórn - 126. fundur - 1. ágúst 2007

Mættir eru Níels Björnsson varaformaður sem stýrir fundi, Gísli Jón Kristjánsson. Hafsteinn Ingólfsson varamaður B-lista, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri sem ritar fundargerð.


Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi og varamaður einnig.


Þetta var gert:



1. Ásgeirsbakki tilboð í 2. áfanga: þekja og lagnir.


Erindi frá Siglingastofnun dagsett 1. ágúst 2007 sem er niðurstaða útboðs í annan áfanga, þekja og lagnir á Ásgeirsbakka. Tilboð bárust frá tveimur aðilum. Geirnaglinn ehf á Ísafirði bauð kr. 31.614.050 og Almenna Byggingafélagið ehf Reykjanesbæ kr. 39.284.330. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 34.182.320.


Hafnarstjórn tekur lægra tilboði.



2. Sjóvarnir á Ísafirði og Þingeyri 2007.


Erindi frá Siglingastofnun dagsett 1. águst 2007 er varðar útboð í Sjóvarnir á Suðurtanga á Ísafirði og neðan við Smiðjuna á Þingeyri. Tilboð bárust frá KNH ehf á Ísafirði kr. 12.727.830 og Græði sf. Flateyri kr. 25.180.000. Kostnaðaráætlun hönnuða er kr.13.624.500.


Hafnarstjórn tekur lægra tilboðinu.



3. Eldiskvíar á Dýrafirði.  2007-07-0031


Erindi frá Álfsfelli ehf Heiðarbraut 14 Hnífsdal, þar sem óskað er eftir að fá að leggja út eldiskvíar á Dýrafirði, annarsvegar innan Þingeyrarodda á svæði sem afmarkast 65°52´63N  023°28´7 W  65°53´10 N  023°27´65 W  65°52´12N  023°26´9W 65°51´9N 023°27´7W og hins vegar innan Sveinseyrar 65°53´7N 023°38´06W 65°53´75N 023°36´65W  65°52´95N 023°33´36W 65°52´42N 023°34´76W.


Hafnarstjórn gefur fyrir sitt leyti leyfi fyrir eldiskvíum á tilgreindum stöðum en bendir á að botnfestur verði ekki í merkjum við rafstrengi.



4. Hafnarfundur 2007. 


Erindi frá Hafnarsambandi Íslands dagsett 19. júlí 2007, tilkynning um hafnarfund á Ísafirði 14. september n.k.


Lagt fram til kynningar.



5. Leyfi til efnistöku. 2007-06-0057


Erindi frá Önnu Guðrúnu Gylfadóttur byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 2. ágúst 2007 fh. umhverfisnefndar þar sem óskað er eftir áliti hafnarstjórnar á erindi Björgunar ehf. þar sem óskað er eftir að fá að dæla upp 5.000 rúmmetrum efni. Með bréfinu fylgir bréf Björgunar ehf. til umhverfisnefndar og uppdráttur af fyrirhuguðu svæði.


Hafnarstjórn bendir á að undanfarin ár hefur verið reynt að sækja fé til að verja land á umræddu svæði vegna landbrots. Þess vegna leggst hafnarstjórn eindregið á móti því að efni verði tekið á þessum stað í Pollinum. Hafnarstjórn leggur til að efni verði tekið í sundunum og myndi þá nýtast sem dýpkun á innsiglingunni inn á Pollinn.



6. Snurvoðaveiðar í Önundarfirði 2007-06-0071


Erindi frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra fh. bæjarráðs dagsett 28. júní 2007 þar sem óskað er álits á veiðum með snurvoð inná Önundarfirði allt inn að Holtsbryggju. Með bréfinu fylgir afrit af bréfi Íbúasamtaka Önundarfjarðar þar sem Íbúasamtökin óska eftir því að bæjaryfirvöld beiti sér fyrir lokun Önundarfjarðar gagnvart veiðum með snurvoð.


Hafnarstjórn bendir á að Sjávarútvegsráðuneytið fer með stjórn fiskveiða, hvaða tegundir má veiða, hversu mikið og hvaða veiðisvæði eru opinn hverju sinni, og tekur þess vegna ekki afstöðu til málsins.



7. Skerðing aflaheimilda í þorski.


Bréf frá Hafnasambandi Íslands dagsett 5. júlí 2007 sem er bókun stjórnar Hafnasambandsins sem var send Einari K. Guðfinnssyni Sjávarútvegsráðherra vegna niðurskurðar veiðiheimildar í þorski.


Lagt fram til kynningar


Önnur mál.


 


a) Kristján Andri Guðjónsson, fulltrúi Í-lista í hafnarstjórn, leggur fram eftirfarandi bókun.


Fulltrúar Í-lista í hafnarstjórn furða sig á að í öllu tali um svokallaðar mótvægis-aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna gífurlegs niðurskurðar í þorskveiðiheimildum frá og með næstu fiskveiðiáramótum og fyrirhugaður mikill tekjumissir hafna landsins, hafa hafnir landsins hvergi verið gefinn gaumur í umræðunni og er það miður. Fyrirsjáanlegt er að hafnir Ísafjarðarbæjar verða fyrir miklum tekjumissi vegna þessa og var þó nóg komið.


Sem dæmi vegna brottfalls aflaheimilda frá Flateyri vegna lokunar Kambs hf, afnáms dagakerfis smábáta fyrir nokkrum árum og ennfremur kvótasetningar smábáta í ýsu og steinbít svo vitnað sé í söguna. Allt hafa þetta verið aðgerðir af hálfu stjórnvalda, nema sala aflaheimilda á Flateyri, sem orsaka mun mikið tekjutap á hafnir Ísafjarðarbæjar. Ljóst má vera að viðskiptavinir hafna Ísafjarðarbæjar geta engan veginn borið meiri álögur af hendi hafnarsjóðs. Einnig verður erfitt fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar að halda óbreyttu þjónustustigi við minnkandi tekjur. Því er það ósk fulltrúa Í-lista í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar að horft verði sérstaklega til tekjustofna hafna Ísafjarðarbæjar, þar sem áætlaður niðurskurður aflaheimilda mun bitna þungt á rekstri hafna Ísafjarðarbæjar.


Hafnarstjórn tekur undir bókun Í-lista og lýsir yfir áhyggjum sínum vegna versnandi stöðu hafnarsjóðs vegna fyrirsjánlegs tekjumissis.


b) Seatrade ráðstefna í Hamborg 25.- 27. september nk. Hafnarstjórn ákveður að hafnarstjóri sækji ráðstefnuna.


c) Hafnarstjórn bendir á að þar sem hyllir undir lok endurbyggingar Ásgeirsbakka og vaxandi fjölda skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar felur hafnarstjórn hafnarstjóra að kanna möguleika á að afla fjár hjá samgönguyfirvöldum til að dýpka og breikka sundin inn á Pollinn til að Ásgeirsbakki geti nýst í meira mæli sem hafnaraðstaða fyrir skemmtiferðaskip.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:30.


Níels Björnsson      


Gísli Jón Kristjánsson  


Hafsteinn Ingólfsson


Kristján Andri Guðjónsson   


Guðmundur M. Kristjánsson



Er hægt að bæta efnið á síðunni?