Hafnarstjórn - 125. fundur - 27. apríl 2007

Mættir eru Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Friðbjörn Óskarsson, Sigurður Hafberg, Gísli Jón Kristjánsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Kristján Andri Guðjónsson var fjarverandi og varamaður hans einnig.


Þetta var gert:     



1. Hafnarframkvæmdir og sjóvarnir 2007.


Erindi frá Siglingastofnun dagsett 24. apríl s.l.,  þar sem tilkynnt er samþykkt Alþingis frá 17. mars sl. á samgönguáætlun 2007-2010.


Í nýrri samgönguáætlun kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir nýframkvæmd vegna olíubirgðarstöðvar á Mávagarði á Ísafirði, að upphæð kr. 62,7 milj.


Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn, að framkvæmdaáætlun samgönguáætlunnar verði samþykkt og verkefnið verði sett í hönnunnar- og útboðsferli.



2. Umhverfislistaverk á Suðureyri.


Fyrir fundinum liggur bréf Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, Suðureyri, til umhverfisnefndar varðandi fyrirhugaðrar staðsetningar á umhverfislistaverki á Suðureyri. Einnig liggur fyrir fundinum bréf Lilju Rafneyjar er varðar styrk sem hún hlaut í samkeppni um umhverfisverkefnið á vegum Klofnings ehf. á Suðureyri.


Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fram komnar tillögur Lilju Rafneyjar og fagnar hugmyndinni.



3. Flotbryggja í Sundahöfn á Ísafirði.


Erindi frá Siglingastofnun dags 24. apríl s.l., er varðar útboð á flotbryggju í Sundahöfn á Ísafirði. Tilboð komu frá eftritöldum aðilum. 


       Króli ehf., Garðabæ,     kr.   9.664.403.-   


       Olíuverslun Íslands hf.,   kr. 13.065.027.- 


       Bátaland ehf., Hafnarfirði,   kr. 14.043.714.-   


       Geirnaglinn ehf., Ísafirði,   kr. 17.787.750.-  


       Seljuskógar ehf., Akranesi,   kr. 22.816.900.-


Eftir að tilboð voru opnuð féll Króli ehf., Garðabæ, frá tilboði sínu.


Siglingastofnun leggur til að Tilboði Olíuverslunar Íslands hf., verði tekið.


Hafnarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við Olíuverslun Íslands hf., að uppfylltum öllum skilyrðum er koma fram í útboðsgögnum.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:00.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.





Friðbjörn Óskarsson.      


Gísli Jón Kristjánsson.     


Sigurður Hafberg.      


Guðmundur M. Kristjánsson,  hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?