Hafnarstjórn - 122. fundur - 9. janúar 2007

Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson formaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir. Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Níels Björnsson aðalfulltrúi fjarverandi, en Friðbjörn Óskarsson mætti í hans stað.


Gísli Jón Kristjánsson aðalfulltrúi fjarverandi, en Hafsteinn Ingólfsson mætti í hans stað.


Þetta var gert.1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.   2006-03-0038


Erindi frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 3. janúar 2007, þar sem umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar óskar umsagna fagnefnda bæjarins á framlögðum drögum að aðalskipulagi, markmið og stefnumótun.


Hafnarstjórnarmenn fara yfir málið og skila áliti á næsta fundi. 


Lagt fram til kynningar.2. Lóðaumsókn um lóðina að Sindragötu 13a, Ísafirði.  2006-10-0056


Erindi frá Tæknideild þar sem óskað er umsagnar hafnarstjórnar á lóðaumsókn Ólafs Rúnars Sigurðsson fh. óstofnaðs hlutafélags, dagsett 8. desember 2006, þar sem sótt er um lóðina að Sindragötu 13a, Ísafirði.


Hafnarstjórn leggur til að umsækjandi fái úthlutað umbeðinni lóð, enda muni hann uppfylla skilyrði um hafnsækna starfsemi.3. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra.  2006-05-0073


Mánaðarskýrsla fjármálastjóra dagsett 3. janúar 2007, er varðar rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið  janúar ? nóvember 2006.


Lagt fram til kynningar.4. Flotbryggja Suðureyri.   2006-12-0065


Erindi frá Elíasi Guðmundssyni dagsett 16. desember 2006 fh. Sjávarþorpsins Suðureyri,  þar sem óskað er eftir að sköpuð verði aðstaða til að koma fyrir og reka flotbryggju í eða við höfnina á Suðureyri.


Hafnarstjórn hafnar erindinu og bendir á að gert er ráð fyrir aðstöðusköpun fyrir sjóstangveiðibáta á fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir yfirstandandi ár.5. Samgönguáætlun 2007-2010.   2006-03-0003.


Erindi frá Siglingastofnun dagsett 19. desember 2006, þar sem óskað er eftir að rætt verði um og gefið álit á afgreiðslu stofnunarinnar varðandi tillögu að endurskoðaðri samgönguáætlun 2007-2010.


Hafnarstjórn fagnar því að samgönguráðuneytið geri ráð fyrir uppbyggingu hafnarmannvirkja við Mávagarð á Ísafirði í endurskoðaðri samgönguáætlun. Hafnarstjórn mótmælir að tekið skuli fjármagn úr verkefnum, sem eru nú þegar á áætlun, án samráðs við hafnarstjórn.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við yfirmenn Siglingastofnunar, um niðurröðun verkefna, sem koma til framkvæmda samkvæmt samgönguáætlun 2007-2010.6. Sea Trade Miami í mars 2007.


Erindi frá hafnarstjóra vegna ferðar til Miami þar sem ferðakaupstefnan Sea Trade verður haldin 12.-15. mars 2007.


Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í ráðstefnunni og hana sæki hafnarstjóri.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:40.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.


Friðbjörn Óskarsson.      


Hafsteinn Ingólfsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.             


Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?