Hafnarstjórn - 121. fundur - 1. desember 2006

Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Níels Björnsson, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Þetta var gert.

1. Gjaldskrármál.


Ákvörðun hækkunnar gjaldskrár.  Fyrir fundinum liggja tilmæli frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar dagsett 31. október 2006, um 10% hækku á gjaldskrám stofnanna Ísafjarðarbæjar.


Hafnarstjórn leggur til eftirfarandi hækkanir á gjaldskrám.


4.gr: Lestagjöld +7% -


5gr: Bryggjugjöld +7% -


6.gr: Vörugjöld. 1fl:+7% - 2fl:+7% - 3 fl:+7% - Innkomi 4fl: kr. 1020.- pr. tonn fyrir vörur sem ekki er getið í öðrum flokkum. 5 . fl: Aflagjald 1.4%.


7gr: Farþegagjöld +10% -


8 gr: Siglingarvernd (ISPS). +10% -


9.gr: Þjónustugjaldskrá. +10% nema rafmagn til skipa svk gjaldskrá OV hverju sinni. - 10.gr: Hafnsaga +7% og hafnsögugjöld hækki um +10% -


11.gr: Leigugjöld. +10% og bætist við geymsluport í Suðurtanga kr. 55.- pr. ferm. á mánuði.


12.gr: Hafnsögubátur +10% -


13.gr: Vatnsgjald. +10% -


14.gr: Móttaka skipa +10% -


15.gr: Sorphirðugjald. +10% -


16.gr: Vogargjöld. +10% -


17.gr: Viðlegugjöld. +7% -


18.gr: Verði óbreytt.


Tillagan gerir ráð fyrir að meðaltalshækkun verði 8.06%.2. Olíubryggja á Mávagarði.


Fyrir fundinum liggur bréf frá Sigurði Á. Grétarssyni, forstöðumanni hafnarmálsviðs Siglingastofnunar dagsett 27. nóvember s.l., ásamt uppdrætti (frumhugmyndir) af fyrirhugaðri aðstöðu fyrir olíubirgðarstöð á Mávagarði.


Hafnarstjórn fagnar framkomnum tillögum, en bendir á að gera þarf ráð fyrir að grjótgarðurinn norðan Mávagarðs þarf að vera í beinni línu til að verjast ágangi sjávar.


Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að ræða frekar við fulltrúa Siglingastofnunar meðan tillögur eru í mótun.3. Önnur mál.


Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þeirri ákvörðun Atlantsskipa hf., að hefja strandsiglingar.


Megi þessi ákvörðun þeirra verða þeim og landsbyggðinni happadrjúg í framtíðinni.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05.


Guðni Geir Jóhannesson formaður.


Níels Björnsson.      


Gísli Jón Kristjánsson.


Lilja Rafney Magnúsdótir.            


Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. Er hægt að bæta efnið á síðunni?