Hafnarstjórn - 119. fundur - 1. nóvember 2006

Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Níels Björnsson fjarverandi og Friðbjörn Óskarsson mættur í hans stað. Einnig situr fundinn Hafsteinn Ingólfsson, varafulltrúi.


Þetta var gert.



1. Lóðarumsókn á Sundahafnarsvæði á Ísafirði.


Erindi frá umhverfisnefnd varðandi umsókn Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., Ísafirði, dags. 25. október 2006,  þar sem sótt er um lóð undir frystigeymslu. Með umsókninni fylgir uppdráttur af fyrirhugaðri aðstöðu.


Hafnarstjórn mælir með að HG fái umbeðna lóð og mælir jafnframt með, að gert verði ráð fyrir frystiklefa á þessum stað við gerð á nýju deiliskipulagi.



2. Umsókn um lóðina að Sindragötu 13a, Ísafirði.


Erindi frá umhverfisnefnd þar sem óskað er umsagnar hafnarstjórnar á lóðarumsókn Ómars Helgasonar dags. 10. október 2006, fh. óstofnaðs félags, þar sem sótt erum lóðina að Sindragötu 13a á Ísafirði.


Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við þessa úthlutun en bendir á að hún samræmist ekki samþykktu rammaskipulagi.



3. Breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.


Erindi frá Jóhanni Helgasyni, sviðstjóra umhverfissviðs, dags 30. október 2006, þar sem kynnt eru drög að breytingu aðalskipulags er varðar stærð skilgreinds hafnarsvæðis. Breytingin er í samræmi við gildandi ramma-skipulag. Með erindinu fylgir teikning af hafnarsvæðinu eins og það var og eins og lagt er til að það verði.


Hafnarstjórn tekur vel í þær breytingar sem kynntar eru. Hafa ber samt í huga að það landrými sem hafnarsjóður hefur staðið fyrir að móta með uppdælingu efnis úr Sundunum verði metið og að bæjarsjóður kaupi það land af hafnarsjóði.


Hafnarstjórn óskar eftir að teknar verði upp viðræður um skiptingu og uppkaup lóða á hafnarsvæði.


Eins vill hafnarstjórn benda á að lóðin að Sindragötu 15, Ísafirði, verði áfram skilgreind sem byggingalóð.



4. Erindi frá Fjord Fishing vegna aðstöðu á Suðureyri.


Erindi frá Finni Jónssyni fh. Fjord Fishing ehf.,  þar sem óskað er eftir að byggð verði upp aðstaða fyrir væntanlega báta, sem koma til með að verða í útleigu á Suðureyri næstkomandi sumar.


Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur hafnarstjóra að gera kostnaðaráætlun, sem visa skal til fjárhagsáætlunargerðar.


Hafnarstjóri bendir á að ónotað er framlag frá Hafnarbótasjóði, sem eyrnamerkt er til aðstöðusköpunar smábáta á Suðureyri.



5. Framtíðarstaðsetning olíubirgðarstöðvar að Mávagarði, Ísafirði.


Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, dags 4. október 2006, til Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, þar sem fram kemur ósk bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar til samgönguyfirvalda, um aðkomu ríkisins að uppbyggingu olíubirgðarstöðvar að Mávagarði, Ísafirði, sem lítur að landfyllingu og hafnargerð.


Lagt fram til kynningar.



6. Sea Trade í Napolí á Ítalíu og markaðssókn á Grænlandi.


Erindi frá hafnarstjóra vegna ferðar til Napolí og varðandi sóknarfæri Ísafjarðarhafnar vegna aukinnar fiskgengdar  við Austur Grænland.


Hafnarstjóri skýrði meðal annars frá því að nú hafa verið bókuð 28 skemtiferðaskip árið 2007 með um 18.700 farþega.


Fyrir fundinum liggur SVÓT greining Sigríðar Kristjánsdóttur á styrkleika Ísafjarðar varðandi fiskveiða við Austur Grænland.


Hafnarstjórn telur nauðsynlegt að hafnarstjóri sæki sjávarútvegssýningu í Sissimuit á Grænlandi dagana 17 ? 20 nóv.nk.



7. Önnur mál.


Fyrir fundinum liggja gögn og bréf fjármálastjóra varðandi vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2007.


Ákveðið að hafnarstjórnarfulltrúar komi með tillögur og að hafnarstjórn verði kölluð saman fljótlega til að ljúka tillögum vegna fjárhagsáætlunar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.


Gísli Jón Kristjánsson.   


Friðbjörn Óskarsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.   


Kristján Andri Guðjónsson. 


Hafsteinn Ingólfsson.    


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?