Hafnarstjórn - 118. fundur - 13. september 2006

Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson formaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir. Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Níels Björnsson aðalfulltrúi fjarverandi, en Friðbjörn Óskarsson er í hans stað.


Gísli Jón Kristjánsson aðalfulltrúi fjarverandi, en Birkir Einarsson er í hans stað.


Einnig sitja fundinn Sigurður Hafberg, varafulltrúi, Hafsteinn Ingólfsson, varafulltrúi og Jóhann Bjarnason, varafulltrúi.


Þetta var gert.



1. Hafnarsambandsþing 2006.


Erindi frá Hafnasambandi sveitarfélaga vegna þings sambandsins sem haldið verður á Höfn í Hornarfirði dagana 12. og 13. október nk.


Samkomulag er um að fulltrúar fari á þingið ásamt hafnarstjóra og verða þeir tilnefndir síðar.



2. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra.


Skýrsla frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar ? júlí 2006.


Lagt fram til kynningar.



3. Umsókn um stækkun á frystigeymslu á lóð Hraðfrystihúss Gunnvarar á lóð við   Ásgeirsgötu 1, Ísafirði. 


Erindi frá umhverfisnefnd vegna umsóknar HG hf., dagsett 5. september s.l.,  þar sem umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á stækkun frystiklefa á lóð fyrirtækisins að Ásgeirsgötu 1 á Ísafirði.


Hafnarstjórn bendir á að umrædd lóð er ekki byggingarreitur samkvæmt deiliskipulagi og bendir á lóð á Sundahafnarsvæðinu undir frystigeymslur.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna hvort áhugi er fyrir byggingu frystihótels meðal fiskvinnslufyrirtækja á svæðinu.



4. Önnur mál.


Formaður leggur til að farið verði í vettvangsferð um hafnarsvæði hafna Ísafjarðarbæjar  sem fyrst.  Umræður fóru fram um aðstæður sem sköpuðust s.l. föstudagskvöld 8. september, vegna hárrar sjávarstöðu. Birkir Einarsson áréttaði áhyggjur sínar varðandi sig á hafnarkantinum á Flateyri, sérstaklega þegar um slík flóð er að ræða.


Lagt er til að hafnarstarfsmenn á öllum höfnum Ísafjarðarbæjar aðvari umráðamenn báta, þegar slíkt ástand skapast, verði því við komið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.


Birkir Einarsson.              


Friðbjörn Óskarsson. 


Lilja Rafney Magnúsdóttir.             


Kristján Andri Guðjónsson.   


Hafsteinn Ingólfsson.      


Jóhann Bjarnason.   


Sigurður Hafberg.  


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?