Hafnarstjórn - 118. fundur - 13. september 2006

Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson formaður, Lilja Rafney Magnúsdóttir. Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Níels Björnsson aðalfulltrúi fjarverandi, en Friðbjörn Óskarsson er í hans stað.


Gísli Jón Kristjánsson aðalfulltrúi fjarverandi, en Birkir Einarsson er í hans stað.


Einnig sitja fundinn Sigurður Hafberg, varafulltrúi, Hafsteinn Ingólfsson, varafulltrúi og Jóhann Bjarnason, varafulltrúi.


Þetta var gert.1. Hafnarsambandsþing 2006.


Erindi frá Hafnasambandi sveitarfélaga vegna þings sambandsins sem haldið verður á Höfn í Hornarfirði dagana 12. og 13. október nk.


Samkomulag er um að fulltrúar fari á þingið ásamt hafnarstjóra og verða þeir tilnefndir síðar.2. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra.


Skýrsla frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar ? júlí 2006.


Lagt fram til kynningar.3. Umsókn um stækkun á frystigeymslu á lóð Hraðfrystihúss Gunnvarar á lóð við   Ásgeirsgötu 1, Ísafirði. 


Erindi frá umhverfisnefnd vegna umsóknar HG hf., dagsett 5. september s.l.,  þar sem umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á stækkun frystiklefa á lóð fyrirtækisins að Ásgeirsgötu 1 á Ísafirði.


Hafnarstjórn bendir á að umrædd lóð er ekki byggingarreitur samkvæmt deiliskipulagi og bendir á lóð á Sundahafnarsvæðinu undir frystigeymslur.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kanna hvort áhugi er fyrir byggingu frystihótels meðal fiskvinnslufyrirtækja á svæðinu.4. Önnur mál.


Formaður leggur til að farið verði í vettvangsferð um hafnarsvæði hafna Ísafjarðarbæjar  sem fyrst.  Umræður fóru fram um aðstæður sem sköpuðust s.l. föstudagskvöld 8. september, vegna hárrar sjávarstöðu. Birkir Einarsson áréttaði áhyggjur sínar varðandi sig á hafnarkantinum á Flateyri, sérstaklega þegar um slík flóð er að ræða.


Lagt er til að hafnarstarfsmenn á öllum höfnum Ísafjarðarbæjar aðvari umráðamenn báta, þegar slíkt ástand skapast, verði því við komið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.


Birkir Einarsson.              


Friðbjörn Óskarsson. 


Lilja Rafney Magnúsdóttir.             


Kristján Andri Guðjónsson.   


Hafsteinn Ingólfsson.      


Jóhann Bjarnason.   


Sigurður Hafberg.  


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?