Hafnarstjórn - 116. fundur - 20. júní 2006

Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar hafnarstjórnar eftir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006.


Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Níels Björnsson, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Hafberg og Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Aðalfulltrúi Kristján Andri Guðjónsson boðaði forföll.


Þetta var gert.1. Erindisbréf  hafnarstjórnar og kosning ritara.


Hafnarstjóri leggur fram erindisbréf hafnarstjórnar undirritað af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 20. júní 2006. Einnig undir þessum lið liggja fyrir hafnarlög nr. 61, hafnarreglugerð hafna Ísafjrðarbæjar og gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar.


Kosinn var ritari Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Hafnarstjóri skýrði frá fyrirkomulagi hafnarstjórnarfunda með tilvísun í lög og reglugerðir.2. Stálþil við Ásgeirsbakka á Ísafirði.


Erindi frá Siglingastofnun, niðurstaða útboðs annars hluta á endurbyggingu Ásgeirsbakka á Ísafirði.


  Tilboð bárust frá fjórum neðangreindum aðilum.


  Íslenska Gámafélagið ehf: kr. 55.826.610.-


  KNH verktakar ehf:  kr. 59.016.267.-


  Guðlaugur Einarsson ehf: kr. 60.815.400.-


  Ísar ehf:   kr. 78.870.300.-


  Kostnaðaráætlun hönnuða: kr. 61.662.200.-


Hafnarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Íslenska Gámafélagið ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.


Fram kom, að lækkun á framkvæmdakostnaði geti hugsanlega orðið um krónur 5-7 milljónir vegna tilfærslu og flutnings á fyllingarefni.  Verkinu skal lokið 15. desember. 2006.3. Hafnasamband Sveitarfélaga.


Erindi frá Hafnasambandi Sveitarfélaga, sem er álit lögfræðisviðs sambandsins á skaðabótaskyldu hafna.


Lagt fram til kynningar.4. Losun úrgangs í hafnir Ísafjarðarbæjar.


Erindi frá hafnarstjóra er varðar losun slægingarúrgangs í hafnir bæjarins og kynning á leið til úrbóta.  Fyrir fundinum liggur bréf sem hafnarstjóri skrifaði fiskvinnslustöðvum, dagsett 18. maí 2006.


Lilja Rafney Magnúsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun. ?Undirrituð beinir þeim eindregnu tilmælum til hafnaryfirvalda í Ísafjarðarbæ, að stöðva losun á slógi og fiskúrgangi á Brimbrjótnum í Súgandafirði."


Greinargerð:  Íbúar Suðureyrar eru orðnir langþreyttir á þeirri lyktarmengun, sem fylgt hefur hausaþurrkun Klofnings ehf. og þegar við bætist losun á slógi og fiskúrgangi utan við þorpið, sem oftar en ekki er orðinn úldinn, þá er fólki orðið nóg boðið.


Hægt væri að umbera það tímabundið, meðan varanleg lausn fyndist, að eingöngu fyrirtæki staðarins losuðu sinn úrgang við réttar aðstæður á útfalli og passað væri upp á að úrgangurinn væri ekki orðinn úldinn, en Súgandafjörður á ekki að vera sameiginlegur losunarstaður fiskvinnslufyrirtækja á svæðinu eins og raunin virðist vera orðin.


Nú stendur yfir mikið markaðsátak í feðamálum á Suðureyri þar sem klasaverkefnið Sjávarþorpið Suðureyri er að laða inn á svæðið fjölda ferðamanna. Losun úldins fiskúrgangs með tilheyrandi lyktarmengun og sjónmengun inn fjörðinn getur ekki verið ásættanleg hvorki fyrir íbúa né ferðamenn, því verða hafnaryfirvöld að beita sér í málinu og fylgja eftir lögum og reglum.


Sign. L. R. M.


Hafnarstjórn ítrekar fyrri tilmæli sín um að óheimilt er skv. lögum að losa slóg og fiskúrgang í hafnir Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.


Níels Björnsson.             


Gísli Jón Kristjánsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.             


Sigurður Hafberg. 


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.                 


 Er hægt að bæta efnið á síðunni?