Hafnarstjórn - 115. fundur - 16. maí 2006

Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Aðalfulltrúi Sigurður Þórisson boðaði forföll. Þórlaug Ásgeirsdóttir mætti í hans stað.



Þetta var gert.



1. Farþegaskúr á harðviðarbryggju.


Erindi frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar dags 11/05/2006 er varðar umsókn Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar til að staðsetja aðstöðu fyrir ferðamenn.


Í umsókninni kemur fram að fyrirhugað er að flytja húsnæði það sem er á gæsluvelli við Safnahúsið Eyrartúni að harðviðarbryggju og nota sem biðskýli fyrir farþega.


Hafnarstjórn mælir með að leyfið verði veitt einungis til bráðabirgða þar sem höfnin hefur hugsað sér að byggja þjónustubyggingu, sem kemur til með að hýsa þess háttar þjónustu og fleira, í tengslum við nýja byggingu slíks húss.


Hafnarstjórn leggur til að leyfið verði veitt að minnsta kosti til tveggja ára.


Hafa skal í huga að staðsetningin á húsinu trufli ekki aðra þjónustu sem um höfnina fer.



2. Makaskipti á lóðum við Sindragötu og fyrirkomulag olíuafgreiðslu.


Erindi frá umhverfisnefnd dagsett 10. maí 2006 er varðar umsókn Skeljungs hf. og Eimskips ehf., dagsett 27. apríl 2006 er varðar makaskipti að hluta á lóð nr. 13 og að hluta á lóð nr. 15 við Sindragötu á Ísafirði og að setja upp olíuafgreiðslu að hluta á lóð nr. 13.


Erindið er sameiginleg umsókn frá Skeljungi hf. og Eimskip ehf., undirritað fh. Skeljungs af Lúðvík Björgvinssyni, framkvæmdarstjóri og fh. Eimskipa ehf. af Guðmundi Nikulássyni, framkvæmdarstjóri innanlandssviðs. Einnig fylgir erindinu teikning unnin af teiknistofunni Arkís.


Hafnarstjórn vísar í fyrri afgreiðslu varðandi olíuafgreiðslu við Ásgeirsgötu og bendir á afgreiðslu hafnarstjórnar á 107. fundi sínum 18. október 2005 í 3. dagskrárlið.


Jafnframt vísar hafnarstjórn í bókun sína á 114. fundi þar sem rætt var um rammaskipulag og lóðina milli Íssins og afgreiðslu Eimskips ehf.


 


3. Ársreikningur hafnarsjóðs.


Rekstrarreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2005.


Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framkominn reikning. Ennfremur óskar hafnarstjórn eftir að hafnarstjóri fylgi enn frekar eftir innheimtu útistandandi skulda.



4. Önnur mál


a. Samkvæmt bókun á 114. fundi hafnarstjórnar þar sem óskað var eftir að formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri hæfu viðræður við bæjarstjóra og formann bæjarráðs um lóðaleigutekjur af lóðum á skilgreindu hafnarsvæði. Umræddur fundur var haldinn þann 11. maí sl.


Í dag 16. maí hefur borist bréf frá bæjarráði þar sem bæjarráð felur hafnarstjóra og fjármálastjóra að vinna að málinu.


b. Ábending kom fram um lélegt vatnsflæði á harðviðarbryggju í Sundahöfn..


c. Hafnarstjórn ítrekar að farið verði í lagnigu göngustíga frá Sundabakka að safnasvæði og frá bátahöfn að upplýsingamiðstöð. Hafnarstjórn bendir á að með skemmtiferðaskipum koma í sumar um 15.000 farþegar og telur hafnarstjórn mjög nauðsynlegt að í þessar framkvæmdir verði ráðist strax. Einnig að gönguleiðir og athyglisverðir staðir verði merktir mjög greinilega til upplýsinga fyrir ferðamenn.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:00.





Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Þórlaug Ásgeirsdóttir.            


Sigurður Hafberg.   


Jóhann Bjarnason.              


Kristján A. Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?