Hafnarstjórn - 114. fundur - 25. apríl 2006

Mætt eru: Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Þetta var gert.1. Landhelgisgæsla Íslands.  2006-03-0130


Lagt fram svarbréf til Ísafjarðarbæjar frá Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands, dags. 4. apríl 2006, sem er svar við fyrirspurn Halldórs Halldórssonar,    bæjarstjóra, varðandi hugsanlega starfsemi LÍ á norðanverðum Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar.2. Cruise Iceland.


Ársreikningur Cruise Iceland 2005 unninn af KPMG, lagður fram til kynningar.3. Mengun hafs og stranda


 Lögð fram drög að reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.


Hafnarstjórn álítur að skilgreina þurfi betur skiptingu kostnaðar vegna búnaðar og eftirlits, sem og þjálfunar mannafla með vísan til 4.gr. reglugerðarinnar.4. Hafnarsamband Sveitarfélaga.


Erindi frá hafnarsambandi sveitarfélaga dagsett 3. mars s.l., sem er ársreikningur sambandsins.


Lagt fram til kynningar.5. Olíubirgðarstöð á Mávagarði við Sundahöfn á Ísafirði.


Lögð fram Skýrsla unnin af VST fyrir samstarfshóp um framtíðarsvæði olíubirgðarstöðvar á Ísafirði dags 30. mars 2006.


Skýrsla þessi hefur þegar fengið afgreiðslu bæjarstjórnar þar sem valkostur 3 hefur verið valinn.


Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með að þessi valkostur varð fyrir valinu og bendir á að kynna þurfi málið fyrir Siglingastofnun og kanna þá fjármögnunarleiðir, sem kunna að vera til staðar.


Hafnarstjórn gerir að tillögu sinni að landfylling verði gerð til norðurs norðan við Mávagarðinn.


Hafnarstjórn leggur einnig til að umferð olíubifreiða verði í framtíðinni frá Mávagarði  um Mjósund.


Hafnarstjórn gerir einnig kröfur um, að tekjur þær sem koma af byggingargjöldum renni beint til hafnarinnar, til að mæta þeim kostnaði sem af þessum framkvæmdum hlýst.


 


6. Hafnarsvæði á Ísafirði. - Rammaskipulag.


Lögð fram greinagerð unnin af Plan ehf., í febrúar 2006, er varðar framtíðarskipulag hafnarsvæðis. (Hafnarsvæði og Suðurtangi.)


Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með, að rammaskipulagið skuli vera komið fram. Hafnarstjórn ítrekar þá afstöðu sína að þeim lóðum sem næst Sundabakka liggja skuli einungis vera úthlutað til hafnsækinnar starfsemi. Einnig að lóðin sem liggur á milli Íssins og Eimskips verði byggingarlóð fyrir atvinnustarfsemi. Einnig að tekið verði tillit til nýrrar staðsetningar olíubirgðarstöðvar við Mávagarð og þá annarrar nýtingar þeirrar lóðar þar sem núverandi olíustöð er við Suðurgötu.


Hafnarstjórn leggur til að formaður hafnarstjórnar og hafnarstjóri hefji viðræður við bæjarráð um skiptingu tekna af lóðaleigugjöldum á hafnarsvæðinu.7. Seatrade Med Cruise & Ferry Convention 18. - 20. október 2006.


Erindi frá hafnarstjóra vegna Seatrade ráðstefnunnar í Napoli 18. - 20. október 2006. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í ráðstefnunni í Napoli.8. Sportbátaflotbryggja.


Erindi frá hafnarstjóra er varðar kaup á sportbátaflotbryggju af Snarfara í Reykjavík til uppsetningar á Ísafirði.


Hafnarstjórn leggur til að bryggjan verði keypt af Snarfara, enda er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun.9. Önnur mál: 


Hafnarstjórn áréttar að farið verði í lagningu göngustíga frá Sundabakka að safnasvæði og frá bátahöfn að upplýsingamiðstöð. Hafnarstjórn bendir á að með skemmtiferðaskipum koma í sumar um 15.000 farþegar og telur hafnarstjórn mjög nauðsynlegt að í þessar framkvæmdir verði ráðist mjög fljótlega í vor. Einnig að gönguleiðir og athyglisverðir staðir verði merktir mjög greinilega til upplýsingar fyrir ferðamenn.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:00.


Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Sigurður Þórisson.            


Sigurður Hafberg.


Jóhann Bjarnason.            


Kristján Andri Guðjónsson. 


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?