Hafnarstjórn - 107. fundur - 18. október 2005

Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Hafberg, Jóhann Bjarnason og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð. Sigurður Þórisson og Kristján Andri Guðjónsson fjarverandi og varamenn þeirra einnig.

Þetta gert:


  1. Mánaðarskýrsla.Mánaðarskýrsla fjármálastjóra um rekstur og fjárfestingar jan-ágúst 2005.


Lagt fram til kynningar.2. Rammaskipulag hafnarsvæðis. 2004-08-0044.


Erindi frá bæjarráði, rammaskipulag um hafnarsvæðið á Ísafirði, unnið af Ólöfu Guðnýju Valdemarsdóttur, arkitekt.


Lagt fram til kynningar. Verður rætt efnislega á næsta fundi.3. Olíuafgreiðsla að Sindragötu 15, Ísafirði. 2005-09-0076.


Erindi frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 18. október 2005 er varðar umsókn Skeljungs vegna olíuafgreiðslu fyrir flutningabíla og önnur tæki er nota díselolíu. Með erindinu fylgja teikningar unnar af ARKÍS verkfræðistofu og bréf frá Hauki Óskarssyni hjá Skeljungi.


Hafnarstjórn telur að olíuafgreiðsla eigi að vera á þessu svæði, en bendir á að Ásgeirgata er tengibraut milli hafnarsvæða. Hafnarstjórn hafnar því að inn- og útakstur verði frá Ásgeirsgötu, heldur verði miðað við að aðkomuleið og fráleið verði frá Sindragötu.


Einnig bendir hafnarstjórn á hugmyndir að nýju rammaskipulagi hafnarsvæðis og telur að taka beri tillit til þess varðandi niðursetningar slíkrar stöðvar.4. Hafnsögubáturinn Sturla Halldórsson kominn til heimahafnar. 2004-05-0020.Hafnarstjóri skýrir frá ferð og uppgjörsmálum varðandi hafnsögubátinn Sturla Halldórsson.5. Seatrade Hamburg.


Hafnarstjóri skýrir frá fyrirhugaðri ferðakaupstefnu í Hamborg 1.og 2. nóvember nk.


Hafnarstjórn staðfestir þátttöku í ráðstefnunni.6. Dráttarbrautin í Suðurtanga.


Erindi frá hafnarstjóra þar sem hann óskar eftir heimild til að selja dráttarbrautina í Suðurtanga. Samningur sá sem er í gildi milli Skipanausts og hafnarinnar rennur út um komandi áramót.


Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn, að dráttarbrautin á Suðurtanga verði seld ásamt öllum mannvirkjum, sem henni tengjast, en áskilinn verði réttur til að hafna öllum tilboðum ef viðunandi tilboð fæst ekki.7. Umsóknir um starf hafnarvarðar á Suðureyri. 2005-01-0015.


Hafnarstjóri skýrði frá því að 4 umsóknir hefðu borist vegna starfs hafnarvarðar á Suðureyri og að Kjartan Þór Kjartansson hafi verið ráðinn hafnarvörður á Suðureyri.Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:15.
Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Sigurður Hafberg. Jóhann Bjarnason.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?