Fræðslunefnd - 372. fundur - 6. október 2016

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

 

   

2.  

Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2016-2017 - 2016090084

 

Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2016-2017

 

Lagt fram til kynningar.Fræðslunefnd þakkar greinagóðar áætlanir.

 

   

3.  

Stillum saman strengi - 2014110015

 

Lögð fram Lestrarstefna Ísafjarðarbæjar.

 

Fræðslunefnd staðfestir Lestrarstefnuna.

 

   

4.  

Skýrslur úr ferðum Skema - 2016090057

 

Lagðar fram skýrslur frá ferðum Skema til Ísafjarðarbæjar.

 

Fræðslunefnd þakkar ráðgjöfunum fyrir greinargóðar skýrslur.

 

   

5.  

Skólavogin - 2011100063

 

Lögð fram vinnugögn frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er lúta að niðurstöðum Skólavogarinnar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Ársskýrslur leikskóla 2015-2016 - 2016070010

 

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Tjarnarbæjar og Laufáss fyrir skólaárið 2015-2016

 

Fræðslunefnd þakkar greinargóðar skýrslur.

 

   

7.  

Sumarlokarnir Eyrarskjóls og Sólborgar 2017 - 2016090090

 

Lagt fram minnisblað dagsett 26. september 2016, frá Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, er varðar sumarlokanir leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2017.

 

Afstaða fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar til lokana leikskóla undanfarin ár hefur miðast af því að mæta allt í senn þörfum foreldra fyrir sveigjanleika, þörfum atvinnulífssins fyrir mismunandi frítöku starfsmanna sinna og óskum leikskóla um lokunartíma. Það hefur verið afstaða nefndarinnar að foreldrum skuli að lágmarki tryggt það val að þeir geti valið um eitthvað tímabil. Var það á síðastliðnu skólaári ein vika öðru hvoru megin við þriggja vikna lokun. Er það mat fræðslunefndar að taka verði tillit til óska foreldra um val á þeim grundvelli að tryggja verði að sem flestir foreldrar/forráðamenn barna geti eytt sem mestu af sínu sumarfríi með börnum sínum. Það er því afstaða fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar að sumarlokanir leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar verði með sambærilegum hætti og sumarið 2016, það er, lokað í 3 vikur samfleytt og foreldrar hafi val um viku öðru hvoru megin við þá lokun.

 

   

8.  

Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar. - 2013010070

 

Staða dagvistarmála.

 

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, fór yfir stöðu mála nýrrar leikskóladeildar í kjallara Tónlistaskólans.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

Bragi Rúnar Axelsson

 

Jónas Þór Birgisson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Auður Helga Ólafsdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Guðrún Birgisdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?