Fræðslunefnd - 371. fundur - 1. september 2016

Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Gunnarsdóttir sem fulltrúi starfsfólks og Sif Huld Albertsdóttir sem fulltrúi foreldra grunn- og leikskólabarna.

 

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

 

   

2.  

Læsisstefna Ísafjarðarbæjar - 2016080050

 

Lögð fram drög að læsisstefnu Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Öryggishandbók leik- og grunnskóla - 2016080062

 

Lögð fram drög að handbók um velferð og öryggi barna í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Félag stjórnenda leikskóla - 2016080058

 

Lagðar fram ályktanir frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2015110003

 

Lokun leikskóla Ísafjarðarbæjar 24. og 31. desember.

 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar vill árétta að falli 24. og 31. desember á virka daga skuli leikskólar bæjarins vera opnir til hádegis nema til komi sérstök samþykkt fræðslunefndar hverju sinni, samið hafi verið við foreldra um slíka lokun eða þeir séu tilgreindir sem starfsdagar og lokað þess vegna.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:40

 

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Guðrún Birgisdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?