Fræðslunefnd - 367. fundur - 28. apríl 2016

Fundinn undir grunnskólamálum sátu, Bryndís Birgisdóttir sem fulltrúi foreldra. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Kristín B. Jóhannsdóttir fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Ósk Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Árný Herbertsdóttir, fulltrúi kennara boðuðu forföll.

 

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

 

   

2.  

Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015

 

Lagt fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði.

 

Fræðslunefnd þakkar fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.

 

   

3.  

Skóladagatal 2016-2017 - 2016040002

 

Lagt fram skóladagatal frá Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2016-2017.

 

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

 

   

4.  

Skólastjóri leik- og grunnskóla Flateyri ráðning - 2016030049

 

Lagt fram minnisblað frá Herdísi Rós Kjartansdóttur, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar og Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, þar sem farið er yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra við Leik- og Grunnskólann á Flateyri. Fimm sóttu um stöðuna.

 

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við tillögu bæjarstjóra og mannauðsstjóra að ráðningu. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir sýndan áhuga á starfinu og mannauðsstjóra fyrir góða greinargerð.

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lögð fram gjaldskrá Ísafjarðarbæjar 2016.

 

Gjaldskrá lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd þykir rétt að gjaldskrá Skólasviðs hækki ekki meira en sem nemur almennri verðlagshækkun.

 

   

6.  

Áskorun á bæjaryfirvöld vegna skorts á dagvistunarúrræðum - 2016040084

 

Lögð fram áskorun á Ísafjarðarbæ frá foreldrum í Ísafjarðarbæ um lausn á dagvistarúrræðum að loknu fæðingarorlofi.

 

Fræðslunefnd þakkar innsent erindi og það frumkvæði sem foreldrar sýna, en vinna við framtíðarlausn er langt komin.

 

   

7.  

Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar - 2013010070

 

Lögð var fram bókun fræðslunefndar vegna dagvistarmála.

 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að Barnaskólinn í Hnífsdal verði gerður að leikskóladeild fyrir 5 ára börn, þar til viðbygging við Eyrarskjól verður tilbúin til notkunar.
Með 5 ára deild í Barnaskólanum í Hnífsdal er hægt að skapa börnunum gott námsumhverfi með miklum möguleikum fyrir útinám. Allur árgangurinn nær að kynnast og vera saman í eitt ár áður en skólaganga hefst.
Gengið er út frá því að tryggðar verða rútuferðir frá Ísafirði að morgni og til baka síðdegis þar sem börnin eru í fylgd starfsmanna leikskólans og að foreldrar geti mætt með börn sín á tiltekinn stað, til dæmis í íþróttahúsið við Torfnes og sótt á sama stað í lok dags. Jafnframt verði einnig tryggt að í verstu vetrarveðrum sé til staðar „plan B“.
Með þessu getur Ísafjarðarbær byrjað að taka inn yngri börn og er þá unnið út frá því að börn allt niður í 12 mánaða fái vistun á öllum leikskólum bæjarins frá haustinu 2016 ef pláss eru laus.
Með þessari ráðstöfun vill fræðslunefnd að Ísafjarðarbær komi til móts við eindregnar óskir foreldra um að tryggja börnum örugga vistun á leikskóla og gera foreldrum kleift að komast á vinnumarkað fyrr að loknu fæðingarorlofi.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30

 

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Guðrún Birgisdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?