Fræðslunefnd - 361. fundur - 5. nóvember 2015

 Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Starfsáætlun 15-16 - 2015090025

 

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri fyrir skólaárið 2015-2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Ung fólk 2015 - skýrsla - 2015110004

 

Lögð fram skýrsla frá Menntamálastofnun um hagi og líðan barna í 5.-7. bekk; íþrótta- og tómstundaiðju, nám og skóla, samband við fjölskyldu og vini, lestur, miðla og tækjaeign.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2015090088

 

Lagðar fram niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir foreldra barna á Sólborg og Eyrarskjóli um sumarlokun 2015 og væntingar til sumarlokunar 2016. Meirihluti foreldra líkaði vel fyrirkomulagið á sumarlokun 2015 og myndu vilja hafa sama fyrirkomulag á sumarlokun 2016.

 

Fræðslunefnd leggur til að sumarlokun 2016 verði með sama hætti og sumarið 2015, þ.e. leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg loka í 2 vikur og foreldrar velji tvær vikur fyrir eða eftir.

 

   

5.  

Ósk um að hafa lokað 24. og 31. des. - 2015110003

 

Lagt fram bréf, dagsett 29. október 2015, frá leikskólastjórum Sólborgar, Tjarnarbæjar, Laufáss og Grænagarðs þar sem óskað er eftir að fá að hafa leikskólana lokaða 24. og 31. desember.

 

Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir því að starfsmenn vinni í samráði við leikskólastjóra að lausn.

 

   

6.  

Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

 

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs um kostnaðargreiningu vegna leikskólaplássa í Skutulsfirði.

 

Fræðslunefnd leggur til að farið verði í það að opna Bakkaskjól ef þörf krefur, frá upphafi árs 2016.

 

   

 

7. Önnur mál

Fræðslunefnd þakkaði Sigurlínu Jónasdóttur fyrir vel unnin störf, þar sem þetta var síðsti fundur hennar og bauð jafnframt Guðrúnu Birgisdóttur velkomna til starfa.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10

 

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Elísabet Samúelsdóttir

Sigurlína Jónasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?