Fræðslunefnd - 357. fundur - 2. júlí 2015

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015 - 2015010049

 

Lagt fram bréf frá starfshópi skólastjórnenda um nám á framhaldsstigi í tónlist, dagsett 8. maí 2015, þar sem koma fram athugasemdir vegna vinnu við breytingar á uppbyggingu tónlistarnáms. Gerðar eru alvarlega athugasemdir við þær tillögur mennta- og menningamálaráðherra að greiðslum frá ríki til sveitarfélaga verði hætt vegna framhaldsnáms í tónlistarskólum og þess í stað verði fjármagn veitt til eins tónlistarskóla í Reykjavík.

 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir þær athugasemdir sem gerðar eru í bréfi starfshóps skólastjórnenda um nám á framhaldsstigi í tónlist. Mikilvægt er að tryggja jafnan rétt barna til náms óháð búsetu og að tryggja að tónlistarnám fái þrifist á landinu öllu. Bent er á að öflugt menningarlíf um allt land byggir á þeim grunni sem lagður er með tónlistarnámi og öðru listnámi. Fræðslunefnd hvetur ráðherra menntamála til að endurskoða hugmyndirnar og leita frekar leiða til að efla listnám um allt land og þannig ýta undir menningu og atvinnusköpun.

 

   

3.  

Skýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar 2015 - 2015060095

 

Lögð fram drög að greinargerð frá Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar um tónlistarkennslu á framhaldsstigi. Einnig er lögð fram skýrsla um starfssemi Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2014-2015 ásamt nemendalista 2014-2015. Einnig er skóladagatal Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir skólaárið 2015-2016 lagt fram.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir skýr og góð gögn.

 

   

4.  

Bréf frá foreldrum á Sólborg - 2015060074

 

Lagt fram bréf frá Bryndísi Ósk Jónsdóttur, Hrund Sæmundsdóttur og Tinnu Hrund Hafberg fyrir hönd foreldra á leikskólanum Sólborg, dagsett 27. maí 2015, vegna skertrar þjónustu á leikskólanum Sólborg 27. apríl 2015, sem orsakaðist af því að starfsfólk leikskólans varð veðurteppt eftir fræðsluferð erlendis. Óskað er eftir að foreldrum verði bættur umræddur dagur, með því að fækka dögum sem fyrirhugað er að hafa lokað skólaárið 2015-2016 um einn dag.

 

Fræðslunefnd harmar þau óþægindi sem foreldrar og börn urðu fyrir vegna þessa atviks en telur ekki rétt að verða við beiðni um að fella niður einn starfsdag skólaárið 2015-2016 vegna þessa. Nefndin er þó sammála því að þetta var mjög óheppilegt og farið verði í vinnu til að tryggja að verkferlum verði fylgt.


Sif Huld Albertsdóttir sat hjá við afgreiðlu þessa máls.

 

   

5.  

Starfsáætlanir 2015-2016 - 2015060076

 

Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Grænagarðs, Tjarnarbæjar, Laufáss, Sólborgar og Eyrarskjóls fyrir skólaárið 2015-2016.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir vel unnar og ítarlegar starfsáætlanir.

 

   

6.  

Reglur um heimsóknir í leik- og grunnskóla - 2015030055

 

Lagðar fram reglur um auglýsingar og reglur um samskipti við aðila utan leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Málið var áður á dagskrá á 354. fundi fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd staðfestir reglurnar.

 

   

7.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 26. júní 2015, þar sem fram kemur að í upphafi vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 gefst nefndarmönnum tækifæri til að koma með athugsemdir eða tillögur að breytingum við allt starf sviðsins. Gjaldskrá 2015 er lögð fram samhliða minnisblaðinu.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hugað verði að fækkun starfsdaga leikskóla á dagvinnu í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2016.

 

   

8.  

Niðurstöður 2015 - 2015040016

 

Lagðar fram niðurstöður frá Rannsókn og greiningu, er fjalla um rannsóknir meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2015 þar sem skoðað er hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2014-2015 - 2014090011

 

Lagðar fram ýmsar skýrslur grunnskóla. Frá Grunnskólanum á Þingeyri: skólanámskrá og sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2014-2015 og ársskýrsla fyrir skólaárið 2015-2016. Frá Grunnskólanum á Suðureyri: ársskýrsla og sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2014-2015. Frá Grunnskóla Önundarfjarðar: ársskýrsla og sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2014-2015. Frá Grunnskólanum á Ísafirði matsskýrsla og ársskýrsla fyrir skólaárið 2014-2015 og símenntunaráætlun og starfsáætlun fyrir skólaárið 2015-2016.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög góðar og ítarlegar skýrslur og áætlanir.

 

   

10.  

Skóladagatöl 2015-2016 - 2015040021

 

Lögð fram skóladagatöl fyrir skólaárið 2015-2016 frá Grunnskólanum á Suðureyri og Grunnskólanum á Þingeyri.

 

Fræðslunefnd staðfestir skóladagatölin.

 

   

11.  

Samnatekt af Bett 2015 - 2015060078

 

Lögð fram samantekt frá Guðbjörgu Höllu Magnadóttur, deildarstjóra G.Í., Guðnýju Hörpu Henrysdóttur, kennara G.Í., Helgu S. Snorradóttur, kennara G.Í., Maríu Valberg, skólastjóra G.Ö., Snorra Sturlusyni, skólastjóra G.S. og Sonju Elínu Thompson, kennara G.Þ, um ferð þeirra á BETT tæknisýningu sem var haldin í London dagana 21.-24. janúar 2015.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir góða og ítarlega samantekt og þetta styður mjög vel við stefnu Ísafjarðarbæjar í upplýsingatækni í skólum sveitarfélagsins..

 

   

12.  

Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072

 

Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Auður Helga Ólafsdóttir

 

Sif Huld Albertsdóttir

Sigurður Jón Hreinsson

 

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?