Fræðslunefnd - 353. fundur - 5. febrúar 2015

Dagskrá:

1.

2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2015010025 - Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ýmis erindi 2015

 

Lögð fram skýrsla frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um Ung fólk 2014, grunnskólar, samanburður rannsókna árin 2000 til 2014.
Staða og þróun yfir tíma.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2014090072 - Fréttabréf grunnskóla 2014-2015

 

Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2014110015 - Stillum saman strengi

 

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti hvað væri búið að gerast í verkefninu Stillum saman strengi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2015020011 - Umsögn um frumvarp til laga um Menntastofnun

 

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 28. janúar 2015, frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög).
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014120059 - Skólanámskrár leikskólanna

 

Lagðar fram skólanámskrár leikskólanna Eyrarskjóls, Laufáss og Grænagarðs.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 5. febrúar 2015, frá Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, formanni fræðslunefndar, þar sem hún telur að mikilvægt sé að skilgreina upp á nýtt stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi málefni leikskóla og skoða til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að setja Ísafjarðarbæ í fremstu röð sem búsetukost fyrir foreldra ungra barna.

 

Fræðslunefnd óskar eftir að bæjarstjórn heimili vinnu við mótun heildstæðrar stefnu í dagvistarmálum, með hliðsjón af minnisblaði Sigríðar.

 

   

8.

2015020010 - Dagur leikskólans 2015

 

Lagt fram kynningarbréf, frá Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla, þar sem minnt er á dag leikskólanna sem er 6. febrúar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

9. Önnur mál.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir ræddi um heimsóknir utanaðkomandi aðila í skóla Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að skoða þær reglur sem til eru og koma með drög að viðmiðunarreglum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.20

 

Bragi Rúnar Axelsson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Sif Huld Albertsdóttir

Sigurður Jón Hreinsson

 

Elísabet Samúelsdóttir

Sigurlína Jónasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?