Fræðslunefnd - 350. fundur - 6. nóvember 2014

Dagskrá:

1.

2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

 

   

2.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa

 

Lagt fram endurskoðað erindisbréf fyrir fræðslunefnd.

 

Fræðslunefnd samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 

   

3.

2011100054 - Stafræn smiðja (Fab Lab)

 

Lagður fram samningur um Fab Lab smiðju á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2014090072 - Fréttabréf grunnskóla 2014-2015

 

Lögð fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóð og skemmtileg fréttabréf.

 

   

5.

2014110015 - Stillum saman strengi

 

Lagt fram vinnuskjal um aðgerðaráætlun skóla í Ísafjarðarbæ, sem ber heitið Stillum saman strengi og einnig lagt fram vinnuskjal um samantekt á námsárangri skólabarna í Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014110003 - Afsláttur af leikskólagjaldi

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 5. nóvember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem rætt er um fyrirkomulag afsláttar af vistgjaldi í leikskóla. Eins og reglurnar eru núna fá einstæðir foreldrar og ef báðir foreldrar eru námsmenn 35% afslátt af vistgjaldi og upp hafa komið hugmyndir um að tekjutengja afsláttinn frekar og þannig eigi allir kost á að sækja um ef þeir falla undir fyrirfram ákveðin tekjuviðmið.

 

Fræðslunefnd telur ekki ráðlagt að gera breytingar á afslættinum.

 

   

7.

2014030062 - Ósk um aukningu á stöðugildum á Grænagarði

 

Lagt fram bréf, dagsett 28. október 2014, frá Maríu Valberg, skólastjóra leikskólans Grænagarðs, þar sem hún óskar eftir að fá að auka stöðugildi við leikskólann um 12,5% þar sem börnum hefur fjölgað nokkuð í leikskólanum.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9.30

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Elísabet Samúelsdóttir

Sigurlína Jónasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?