Fræðslunefnd - 349. fundur - 2. október 2014

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir fulltrúi skólastjóra og Árný Herbertsdóttir fulltrúi kennara. Edda Graichen fulltrúi kennara boðaði forföll og kom enginn í hennar stað.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Bryndís Ósk Jónsdóttir fulltrúi foreldra. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi leikskólastjóra boðaði forföll og mætti Jensína Jensdóttir í hennar stað.

 

Bragi Rúnar Axelsson mætti á fundinn kl. 9.

Jónas Þór Birgisson vék af fundi kl. 9.

 

Dagskrá:

1.

2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

 

   

2.

2014090011 - Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2014-2015

 

Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskólans á Suðureyri fyrir skólaárið 2014-2015.

 

Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

 

   

3.

2014090072 - Fréttabréf grunnskóla 2014-2015

 

Lagt fram september fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargott og skemmtilegt fréttabréf.

 

   

4.

2014090055 - Ályktun frá FL

 

Lögð fram samþykkt frá aðalfundi Félags leikskólakennara þar sem skorað er á sveitarfélög að veita leikskólakennurum námsleyfi til að stunda viðurkennt framhaldsnám eða sækja símenntun/starfsþróun í sinni sérgrein.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2014090044 - Ársskýrslur 2013-2014

 

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Tjarnarbæjar, Laufáss og Grænagarðs fyrir skólaárið 2013-2014.

 

Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

 

   

6.

2014090068 - Eyrarsól

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 25. september 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa, er varðar málefni Eyrarsólar, 5 ára deildar leikskólans Sólborgar, þar sem óskað er eftir ákvörðun um framtíð deildarinnar.

 

Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og tómstundasviðs að stofna vinnuhóp þar sem verða fulltrúar starfsfólks Sólborgar, Eyrarsólar og Eyrarskjóls, Grunnskólans á Ísafirði, foreldrum barna fæddum 2010 (2x3) og starfsmönnum Skóla- og tómstundasviðs til að finna lausn vegna 5 ára deildar 2015-2016.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.48

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?