Fræðslunefnd - 344. fundur - 30. apríl 2014

 

 

Dagskrá:

1.

2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

 

   

2.

2012120019 - Úttekt á starfi leikskóla innan sveitarfélaga

 

Lögð fram umbótaáætlun frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra, og Jensínu Jensdóttur, aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Sólborgar, þar sem þær gerðu grein fyrir þeim umbótum sem óskað var eftir í skýrslu um ytra mat leikskólans sem Námsmatsstofnun gerði haustið 2013. Einnig var lögð fram skýrslan um ytra mat á leikskólanum Sólborg. Skýrslan var áður lögð fyrir á 341. fundi.

 

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með vel unna umbótaáætlun.

 

   

3.

2014040030 - Skóladagatöl 2014-2015

 

Lögð fram skóladagatöl Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2014-2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2013020004 - Fréttabréf grunnskóla 2013

 

Lagt fram fréttabréf fyrir apríl frá Grunnskólanum á Ísafirði

 

Lagt fram til kynningar

 

   

 5. Rætt var um eineltisáætlanir í gunnskólum Ísafjarðarbæjar eftir að Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um þær.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.55

 

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Benedikt Bjarnason

 

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Magnús Reynir Guðmundsson

 

Sigurlína Jónasdóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?