Fræðslunefnd - 337. fundur - 16. október 2013

Dagskrá:

1.

2011100075 - Umsókn um framlag til eflingar tónlistarnámi

 

Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 24. september sl., þar sem farið er yfir vinnu við gerð samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til námsins.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2013020004 - Fréttabréf grunnskóla 2013

 

Lagt fram fréttabréf septembermánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2013100045 - Ályktun frá foreldrafélagi GÍ

 

Lögð var fram ályktun aðalfundar foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði, ódags. þar sem lögð er áhersla á að við endanlega útfærslu á lóð skólans verði hagsmunir og þarfir nemenda hafðir í forgangi. Tekið er fram að ákvörðun um að loka Austurvegi og nýta sem skólalóð virðist gefa góða raun en óskað er eftir að skilgreina betur lóðamörk við Aðalstræti, jafnvel með lokun fyrir gegnumakstri á hluta götunnar á skólatíma.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2013100029 - Starfsáætlanir 2013-2014

 

Lagðar fram starfsáætlanir leikskólanna Tjarnarbæjar, Grænagarðs, Laufáss, Sólborgar og Eyrarskjóls, fyrir starfsárið 2013-2014.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

 

   

5.

2013100046 - Foreldrakönnun 2013

 

Lagðar fram tillögur að spurningum fyrir árlega könnun sem allir foreldrar fá sem eiga börn í leikskóla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2013100051 - Lenging á opnunartíma leikskólans Sólborgar

 

Lagt fram bréf, dagsett 8.október 2013, frá stjórn foreldrafélags Sólborgar, þar sem óskað er eftir lengingu á opnunartíma Sólborgar.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að opnunartími Sólborgar verði lengdur til kl. 16.30 og felur jafnframt starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.15

 

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Auður Helga Ólafsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Benedikt Bjarnason

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

 

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?