Fræðslunefnd - 315. fundur - 23. nóvember 2011

Mættir áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra og Elsa María Thompson, fulltrúi skólastjóra.

 

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara. Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir, fulltrúi foreldra.

 

 

Dagskrá:

 

1.

2011080013 - Fjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun

 

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttir daggæslufulltrúa með nánari kostnaðargreiningu á niðurgreiðslu til dagforeldra, sem óskað var eftir á 314. fundi fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að niðurgreiðsla til dagforeldra verði 30.000 kr. fyrir 8 tíma vistun og að fjármálastjóra verði falið að finna út afsláttargjaldið með hliðsjón af afsláttargjaldi leikskóla.

 

   

2.

2011110052 - Opnunartími Eyrarskjóls

 

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttir leikskólafulltrúa, dagsett 21. nóvember 2011, um opnunartíma leikskólans Eyrarskjóls. Leikskólinn er opinn til kl. 17.15, en lítil eftirspurn er eftir vistunartíma eftir kl. 16.15 og því þarf að ræða hvort að stytta eigi opnunartíma leikskólans.

 

Fræðslunefnd leggur til að ekki verði styttur opnunartími á Eyrarskjóli að svo stöddu, heldur verði staðan endurskoðuð í janúar 2012.

 

   

3.

2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar

 

Lagðir fram umræðupunktar sem óskað var eftir að fræðslunefnd ræddi vegna vinnu við stefnumótun í atvinnumálum.

 

Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar nefndarinnar.

 

   

4.

2011110053 - REGLUGERÐ um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

 

Lögð fram ný reglugerð nr. 1040/2011, um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Önnur mál:

a) Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs svaraði fyrirspurn Benedikts Bjarnasonar frá 314. fundi fræðslunefndar þannig að skólinn ber ábyrgð á nemendum á skólatíma en jafnframt að nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu, háttsemi og samkiptum við skólasystkin, jafnframt ber nemendum að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja þeim reglum sem í skólanum gilda.

b) Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs upplýsti nefndarmenn um breytingar á störfum á sviðinu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.55

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir                                    

Auður Helga Ólafsdóttir

Ólöf Hildur Gísladóttir                                          

Gísli Halldór Halldórsson

Benedikt Bjarnason                                              

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?