Fræðslunefnd - 314. fundur - 2. nóvember 2011

Mættir áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra. Elsa María Thompson fulltrúi skólastjóra mætti ekki og engin í hennar stað.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Ólöf Oddsdóttir fulltrúi kennara. Magnús S. Jónsson fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynisson fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir fulltrúi foreldra mættu ekki og engin í þeirra stað.

 

Dagskrá:

 

1.

2011100094 - Beiðni um aukið stöðugildi við Grænagarð

 

Lagt fram bréf dagsett 28. október 2011, frá Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa, þar sem óskað er eftir aukningu um 0,5 stöðugildi við leikskólann Grænagarð, vegna fjölgunar barna í skólanum.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt og bendir á að ekki eru starfandi dagforeldrar á Flateyri.

 

   

2.

2011100091 - Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda

 

Lagðar fram leiðbeiningar um yfirlit og skyldur skólanefnda vegna leikskóla. Þar sem dregin er fram sú ábyrgð og þær skyldur sem sveitarfélög og skólanefndir bera samkvæmt nýjum lögum um leikskóla í þeim tilgangi að efla skólanefndir í hlutverki sínu. Samantektina gerði Björk Ólafsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2011100090 - Innra mat leikskóla og grunnskóla, leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög

 

Lagðar fram leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög
í tengslum við innra mat leikskóla. Þessu riti er ætlað að vera leiðarvísir fyrir nefndina eða aðila á hennar vegum við að sannreyna að innra mat leikskólans sé framkvæmt á viðunandi hátt og niðurstöður þess séu nýttar til umbóta.
Samantektina gerði Björk Ólafsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2011080013 - Fjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun

 

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttir, daggæslufulltrúa, þar sem farið er yfir niðurgreiðslur Ísafjarðarbæjar til dagforeldra.

 

Fræðslunefnd óskar eftir frekari kostnaðargreiningu.

 

   

5.

2011070015 - Skýrslur, áætlanir og niðurstöður á mati skólanna.

 

Lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Þingeyri og Gunnskóla Suðureyrar, fyrir 2011-2012.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2011100091 - Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda

 

Lagðar fram leiðbeiningar um yfirlit og skyldur skólanefnda vegna grunnskóla. Þar sem dregin er fram sú ábyrgð og þær skyldur sem sveitarfélög og skólanefndir bera samkvæmt nýjum lögum um grunnskóla í þeim tilgangi að efla skólanefndir í hlutverki sínu. Samantektina gerði Björk Ólafsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2011100090 - Innra mat leikskóla og grunnskóla, leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög

 

Lagðar fram leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög
í tengslum við innra mat grunnskóla. Þessu riti er ætlað að vera leiðarvísir fyrir nefndina eða aðila á hennar vegum við að sannreyna að innra mat grunnskólans sé framkvæmt á viðunandi hátt og niðurstöður þess séu nýttar til umbóta.
Samantektina gerði Björk Ólafsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2011100088 - Greinagerð um viðmið og mat á kennslumagni

 

Lögð fram tillaga að breytingum á viðmiðum og mati á kennslustundaúthlutun fyrir grunnskóla Ísafjarðarbæjar.

 

Fræðslunefnd leggur til að tillagan verði send stjórnendum grunnskólanna til umsagnar, með þeim breytingum sem ræddar voru.

 

   

9.

2011100093 - Brottvikningar úr skólum 2011-2012

 

Lögð fram tilkynning um tveggja daga brottvikningu nemenda úr skóla sveitarfélagsins.

 

Lagt fram til kynningar

 

   

Önnur mál:

a) Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um hvernig ábyrgð skólanna á börnum á skólatíma sé háttað í grunnskólunum. Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs aflar uppýsingar fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40

 

Gísli Halldór Halldórsson

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Auður Helga Ólafsdóttir

Ólöf Hildur Gísladóttir

Benedikt Bjarnason

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?