Fræðslunefnd - 313. fundur - 19. október 2011

Leikskólamál.

Mættir áheyrnarfulltrúar: Nanný Arna Guðmundsdóttir, leikskólastjóri. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, boðaði forföll og mætti engin í hennar stað.

 

1.      Árskýrslur leikskólanna. 2011-09-0074.

Lagðar fram til kynningar árskýrslur allrar leikskóla sveitarfélagsins.

 

Leik- og grunnskólamál.

Mættir áheyrnarfulltrúar: Gunnlaugur Dan Ólafsson, fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynisson, fulltrúi kennara, Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra og Ólöf B. Oddsdóttir, fulltrúi kennara.

 

2.      Fjárhagsáætlun, gjaldskrár 2012. 2011-08-0013.

Lögð fram gjaldskrá 2011 og hugmyndir að breytingum fyrir árið 2012, sem komið hafa fram í fjárhagsáætlunarvinnunni, kynntar.

 

Grunnskólamál.

 

3.      Sjálfsmatsskýrsla GÖ skólaárið 2010-2011. 2011-07-0015.

Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrslu GÖ.

 

4.      Starfsáætlun GÍ skólaárið 2011-2012. 2011-07-0015.

Frestað til næsta fundar.

 

5.      Skólavogin. 2011-10-0063.

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt var Skólavogin.

Nefndin leggur til að skólar sveitarfélagsins taki afstöðu til málsins.

 

Önnur mál

a) Tónlistarnám í öðru sveitarfélagi. 2011-10-0064.

Til umræðu umsókn nemanda í tónlistarskóla í öðru sveitarfélagi en Ísafjarðarbæ. Nemandi, sem hefur lögheimili í Ísafjarðarbæ, óskar eftir að Ísafjarðarbær greiði skólagjöld vegna tónlistarnámsins. Jafnframt þarf að taka ákvörðun um það hvort Ísafjarðarbær greiði fyrir námsvist nemanda úr öðru sveitarfélagi, en sá stundar nám í Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Nefndin kallar eftir afstöðu bæjarráðs í svona málum í ljósi breyttra aðstæðna.  

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17:45.

 

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Steinþór Bragason.                                                                

Benedikt Bjarnason.  

Auður Helga Ólafsdóttir.                                                       

Helga Dóra Kristjánsdóttir.                           

Margrét Halldórsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?