Fræðslunefnd - 302. fundur - 9. nóvember 2010


Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir. Auður Ólafsdóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana.Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.Fundarritari: Margrét Geirsdóttir. Leikskólamál.Mættir áheyrnarfulltrúar:  Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra. 1.      Staðan í leikskólamálum.Jónas Birgisson tók ekki þátt í afgreiðslu erindisins.  Farið yfir stöðuna í leikskólamálum í Ísafjarðarbæ.  Í ljósi fækkunar barna í Ísafjarðarbæ og þess að leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg anna þörf allra barna 18 mánaða og eldri, sem sótt er um leikskólapláss fyrir í Hnífsdal og á Ísafirði, leggur  fræðslunefnd til eftirfarandi.Leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal verði lokað frá og með 1. júní 2011.  Tillagan byggist einnig á því að foreldrar flestra barna sem boðið er pláss á Bakkaskjóli, segja plássinu upp þegar losna pláss á Eyrarskjóli eða Sólborg.  2.      Könnun meðal leikskólastjóra á innleiðingu og framkvæmd laga um leikskóla. 2010-11-0018Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar á innleiðingu og framkvæmd laga um leikskóla sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir. 3.      Ársskýrslur leikskólanna og samantekt leikskólafulltrúa.Lagðar fram til kynningar ársskýrslur leikskóla Ísafjarðarbæjar og samantekt leikskólafulltrúa.  Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum og leikskólafulltrúa fyrir greinargóðar skýrslur. Leik- og grunnskólamálMættir áheyrnarfulltrúar: Elvar Reynisson og Ólöf Oddsdóttir, fulltrúar kennara.  Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra og Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra. 4.      Fjárhagsáætlun 2011.  2010-09-0031Rætt um hagræðingartillögur fyrir leik- og grunnskóla vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.   Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlunin verði lögð fyrir nefndina eftir fyrri umræðu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.  5.      Skil milli leik- og grunnskóla.  2010-11-0020Lagt fram minnisblað Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, þar sem farið er yfir vinnuferli í skilum á upplýsingum þegar nemendur flytjast frá leikskóla til grunnskóla. 6.      Nýtt skipurit Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Nýtt skipurit SFS lagt fram til kynningar.  7.      Styrkir til sveitarfélaga vegna langveikra barna og barna með ADHD.  2010-11-0008.Helga Dóra Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.Lögð fram auglýsing frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu, þar sem sveitarfélög eru hvött til að sækja um styrk til að auka þjónustu við langveik börn og börn með ADHD.Fræðslunefnd felur starfsmanni að sækja um styrk úr sjóðnum. 8.      Þörf á þroskaþjálfa við GÍ.   2010-11-0020Lagt fram svar við fyrirspurn frá síðasta fundi, þar sem óskað var eftir upplýsingum um þörf á stöðugildi þroskaþjálfa við GÍ. Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra sérkennslu við GÍ eru verkefni til staðar, sem henta þroskaþjálfa og telur hann að 50% stöðugildi væri hæfilegt, þar sem viðkomandi myndi vinna sérhæfða vinnu með einstaklingum og eins vinna að áætlanagerð. 9.      Rannsókn og greining. ? Samskipti nemenda og kennara.  2010-11-0017Lögð fram bréf frá GÍ og GS þar sem farið er yfir hvað skólarnir eru að gera til að bregðast við niðurstöðum Rannsóknar og greiningar um m.a. samskipti nemenda og kennara.  Skólarnir hafa brugðist við með námskeiðshaldi, umræðum og skoðun í eigin ranni.  Skólarnir ætla jafnframt að meta niðurstöður þegar það liggja fyrir niðurstöður úr Skólapúlsinum, sem vænta má í nóvember eða desember n.k.  Fræðslunefnd þakkar greinargóð svör.  10.  Niðurstöður í samræmdum prófum. ? Stærðfræðiátak.  2010-11-0019Lagt fram bréf frá GS og upplýsingar frá GÍ.  GÍ óskar eftir fresti til að svara fræðslunefnd, en GS leggur til endurmenntun fyrir kennara fyrir öll skólastig ásamt því að fenginn yrði utanaðkomandi kennsluráðgjafi, sem greindi niðurstöður síðustu ára og gæfi ráðleggingar í framhaldinu.  Fræðslunefnd þakkar greinargóð svör frá GS.  Elvar Reynisson, fulltrúi kennara, gerði grein fyrir kennsluaðferðum, sem beitt er í elstu bekkjum GÍ, þar sem nemendur eru örvaðir til stærðfræðináms.  Fræðslunefnd þakkar upplýsingarnar og leggur til að tillögum skólastjóra GS, Magnúsar S. Jónssonar, verði vísað til umfjöllunar hjá skólastjórnendum. 11.  Menntasmiðjan.  2010-03-0072Lagt fram bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra GÍ, þar sem farið er yfir þróun Menntasmiðjunnar og kostnað vegna hennar.  Upplýsingarnar eru lagðar fram vegna fyrirspurnar Jónu Benediktsdóttur frá síðasta fundi fræðslunefndar.  Fræðslunefnd þakkar greinargóð svör. 12.  Staða mála í viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið.  2010-11-0019Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 25. október s.l., þar sem fram koma helstu atriði er varða hagræðingartillögur Sambandsins og hvernig umræður við mennta- og menningarmálaráðuneytið ganga varðandi þær tillögur. 13.  Námsferð kennara við GÍ.  2010-11-0012Lagt fram bréf frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttir, skólastjóra GÍ, þar sem óskað er eftir breytingu á skóladagatali skólans. Starfsfólk við skólann hefur hug á að fara í námsferð til Minneapolis í vor. Hugmyndin er að fara á tveggja daga uppbyggingarstefnunámskeið og fara svo í tveggja daga skólaheimsóknir. Ekki er hægt að koma þessu skipulagi fyrir eftir að skóladagatali GÍ lýkur og því er óskað eftir því að flýta skólaslitum til 27. maí 2011.  Meðfylgjandi er bréf frá Judy Andersson, skipuleggjanda ferðarinnar í Minneapolis,sem segir frá því að ekki er unnt að bjóða upp á námskeið og skólaheimsóknir seinna en þetta skipulag gerir ráð fyrir.  Nú þegar hefur kennarafundur og skólaráð samþykkt tillöguna.Fræðslunefnd fagnar frumkvæði starfsmanna til að afla sér frekari menntunar á sviði uppbyggingarstefnunnar og hvetur alla starfsmenn grunnskóla Ísafjarðarbæjar til að taka þátt í ferðinni.  14.  Endurskoðun skólastefnu.Liðnum frestað til næsta fundar.  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.  Margrét Halldórsdóttir, formaður.Jónas Birgisson.                                                         Jóna Benediktsdóttir.Helga Dóra Kristjánsdóttir.                                       Kristín Ósk Jónasdóttir,                                                                                                            grunnskólafulltrúi.Sigurlína Jónasdóttir,                                                                                        leikskólafulltrúi.                                                        Margrét Geirsdóttir,forstm. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.Er hægt að bæta efnið á síðunni?