Fræðslunefnd - 298. fundur - 14. september 2010

Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Helga Dóra Kristjánsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jónas Birgisson mætti ekki en Steinþór Bragason mætti sem varamaður hans.  Jóna Benediktsdóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana.   Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.Leikskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri.1. Endurskoðun leikskólastefnu Ísafjarðarbæjar


Fræðslunefnd ræddi um leikskólastefnu Ísafjarðarbæjar, stöðuna á biðlistum og fleira.  Farið yfir markmiðin í stefnunni, hverju sé lokið og hvað sé ógert. Samþykkt að hefja heildarendurskoðun á leikskólastefnunni.  Málið tekið fyrir á ný á næsta fundi.Leik- og grunnskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar: Ólöf Oddsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra.2. Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga


Lögð fram til kynningar reglugerð nr. 584 frá 2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. 3. Leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum. 2010-09-0008


Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum sem unnin er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Fræðslunefnd fagnar útgáfu leiðbeininganna og hyggst nýta þær í vinnu sinni.4. Samnorræn skýrsla um réttarvitund barna. 2010-08-0059


Lögð fram til kynningar samnorræn skýrsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um réttarvitund barna á Norðurlöndunum. Markmið könnunarinnar var m.a. að afla upplýsinga um að hvaða marki hlustað sé á börn og í hvaða málefnum þau vilja helst að hlustað sé á sig.  Einnig var kannað hversu meðvituð ungmenni á Norðurlöndunum voru um réttindi barna og um mannréttindi almennt.5. Niðurstöður könnunar á framkvæmd samreksturs skóla


Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar á framkvæmd samreksturs skóla, sem unnin var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.6. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um velferð og vellíðan í skólum


Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 3. september 2010, með yfirskriftina  ,,Byggjum á bjartsýni og hlúum að velferð og vellíðan í skólum".


 


Grunnskólamál7. Drög að aðalnámskrá


Lögð fram til kynningar drög að aðalnámskrá grunnskóla - almennur hluti.8. Bréf frá skólastjórnendum vegna skýrslu um samræmd próf. 2009-09-0008


Lögð fram bréf frá þremur grunnskólum, GÍ, GS og GÞ þar sem fram koma vangaveltur um niðurstöður samræmdra könnunarprófa og það hvernig þeir hyggist nýta sér niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir skólastarfið.  Fræðslunefnd þakkar skólastjórum fyrir upplýsingarnar. 


Með vísan til bókunar fræðslunefndar á síðasta fundi hennar um athugun á kostnaði við myndun rýnihóps felur fræðslunefnd starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að vera í samvinnu við grunnskólana um hvernig unnið skuli að ofangreindu.9. Skýrsla um menntasmiðjuna. 2010-03-0072


Lögð fram til kynningar lokaskýrsla um tilraunaverkefnið Menntasmiðja sem unnið var í GÍ á vordögum.  Grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir hvernig verkefnið Menntasmiðja hefur þróast og hvernig starfinu verður háttað í vetur.  Fræðslunefnd fagnar því að það séu að verða til fjölbreyttari námsúrræði fyrir nemendurna.10. Starfsmannahandbók GÍ


Lögð fram til kynningar starfsmannahandbók GÍ skólaárið 2010-2011.  Fræðslunefnd óskar starfsmönnum GÍ til hamingju með metnaðarfullt verk.11. Úrbætur grunnskóla Ísafjarðarbæjar. 2010-09-0020


Lagt fram bréf frá skólastjórnendum GÖ, GS og GÞ, dagsett 8. september 2010, þar sem beint er þeim tilmælum til fræðslunefndar að hún beiti sér fyrir úrbótum varðandi öryggisþætti skólabarna sem tilgreindir eru í bréfinu. Fræðslunefnd tekur undir ábendingar skólastjóranna, vísar málinu til framkvæmda- og rekstrarsviðs og hvetur til úrbóta hið snarasta.12. Upphaf skólastarfs - velferðarvaktin. 2010-09-0012


Lagt fram til kynningar bréf frá velferðarvaktinni, dagsett 1. september 2010 þar sem þeim tilmælum er beint til sveitastjórna að huga sérstaklega að líðan barna við upphaf skólaárs.13. Málstofa sambandsins um skólamál.


Lagður fram tölvupóstur frá Svandísi Ingimundardóttur, skólafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á málstofu sambandsins um skólamál sem haldin verður í Bratta, sal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, 1. nóvember frá kl. 9:30-16:00 undir yfirskriftinni ?Skólabragur?.  Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá málstofunni á vef menntavísindasviðs.


 14. Önnur mál. 


A.   Fræðslunefnd vekur athygli á borgarafundi sem haldinn verður á sal Grunnskólans á Ísafirði fimmtudaginn 16. september 2010 kl. 20:00.  Fundurinn hefur yfirskriftina ,,Stöðvum einelti!" og er  samstarfsverkefni Heimilis og skóla,  landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið,  félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila.  


B.   Formaður spurðist fyrir um verkefnið ,,Allt hefur áhrif - einkum við sjálf".  Grunnskólafulltrúi svaraði fyrirspurnum og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.  Áætlunin sem gerð var rann út í maí s.l.  Fræðslunefnd hvetur til að áfram verði unnið í anda áætlunarinnar.  Með það að markmiði verði áætlunin endurskoðuð og felur grunnskólafulltrúa að undirbúa starfið. 

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:20.

Margrét Halldórsdóttir, formaður


Helga Dóra Kristjánsdóttir  


Auður Ólafsdóttir


Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi


Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi


Margrét Geirsdóttir forstoðum. Skóla og fjölskylduskrifstofuEr hægt að bæta efnið á síðunni?