Fræðslunefnd - 288. fundur - 20. september 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Elías Oddsson boðaði forföll. Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Leik- og grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Auðbjörg Halla Knútsdóttir f.h. kennara, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir f.h. skólastjóra, Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastarfsmanna og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.



1. Samrekstur leik- og grunnskóla á Þingeyri.


Lagt fram minnisblað leik- og grunnskólafulltrúa, um samrekstur leik- og grunnskóla á Þingeyri. Í nýjum lögum um leikskóla og lögum um grunnskóla er nú heimild til að samreka þessi tvö skólastig. 


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar telur ekki tímabært að hrinda sameiningarferli af stað sem stendur.   Ekki liggja fyrir neinar starfslýsingar, undirbúningur starfsfólks er enginn og aðdragandi að sameiningu of skammur. 


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur hins vegar til að stefnt skuli að sameiningu skólanna með vorinu og að undirbúningur að því hefjist hið fyrsta. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:40.


Einar Pétursson, formaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.    


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?