Fræðslunefnd - 286. fundur - 28. maí 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Guðmundur Þorkelsson f.h. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra. Jóhanna Ásgeirsdóttir hringdi ekki inn á fundinn og enginn í hennar stað.



1. Ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri.  2009-05-0059.


Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri rann út 20. maí sl. Tvær umsóknir bárust, en þær voru frá Magnúsi Sæmundssyni, Borgarfirði og Jóhannesi Guðbjörnssyni, Reykjavík.


Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að Magnús Sæmundsson verði ráðinn í starf skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20


Einar Pétursson, formaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Elías Oddsson, varaformaður.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?