Fræðslunefnd - 283. fundur - 31. mars 2009

Mætt voru: Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.  Einar Pétursson tilkynnti forföll og mætti Óðinn Gestsson í hans stað. Gylfi Þór Gíslason mætti ekki og enginn varamaður fyrir hann.  Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.Leikskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra.1. Forgangur leik- og grunnskólakennara að leikskólaplássum. 


Lagt fram minnisblað frá leikskólafulltrúa þar sem hún óskar eftir að settar verði reglur varðandi forgang leik- og grunnskólakennara að leikskólaplássum. Fræðslunefnd telur að ekki sé ástæða til að breyta gildandi reglum um forgang að leikskólaplássum, þ.e. að einstæðir foreldrar og þar sem  báðir foreldrar eru í námi þá sé um forgang að ræða um leikskólapláss fyrir börn þeirra.  Fræðslunefnd hafnar því erindinu. Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Guðmundur Þorkelsson og Auðbjörg Halla Knútsdóttir fh. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.2. Nemendaheimsóknir í grunnskóla.


Lögð fram drög að reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.  Fræðslunefnd samþykkir reglurnar en felur starfsmanni að gera breytingar á þeim í samræmi við umræður á fundinum. 3. Samræmd próf haustið 2009.  (2009-02-0086)


Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu dagsett 20. febrúar 2009, þar sem fram koma dagsetningar samræmdra könnunarprófa hjá 4., 7. og 10. bekk haustið 2009. Prófin verða öll haldin vikuna 14. ? 18. september 2009.


Fræðslunefnd vill koma þeirri athugasemd á framfæri við Menntamálaráðuneytið að hún telji óhepplegt að samræmd könnunarpróf séu haldin fyrr en um mánaðarmót september ? október. Skólastarf sé mjög hefðbundið á haustdögum og tengt árstíðinni.  4. Nýjar reglur undanþágunefndar. (2009-03-0065)


Lagt fram til kynningar bréf frá undanþágunefnd grunnskóla dagsett 19. mars 2009. Þar er vakin athygli á nýjum lögum og nýmælum í þeim, í tengslum við ráðningar kennara.5. Reglur Ísafjarðarbæjar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.


Fræðslunefnd ræddi reglur Ísafjarðarbæjar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.  Fræðslunefnd samþykkir að reglurnar verði endurskoðaðar og felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að hefja undirbúning þess.  6. Önnur mál.


A. Í kjölfar umræðna um reglur um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar  felur Fræðslunefnd starfsmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar að kanna hvernig slysatryggingum starfsmanna sé háttað og jafnframt hvort nemendur sem eru í heimsókn í grunnskóla sveitarfélagsins séu tryggðir á meðan á dvöl þeirra stendur.  Þetta er gert í kjölfar nýfallins Hæstaréttardóms.


B. Jóna Benediktsdóttir spyrst fyrir um niðurstöður vegna úttektar Menntamálaráðuneytisins á sjálfsmatsaðferðum skóla.  Starfsmanni falið að leggja upplýsingarnar fram á næsta fundi nefndarinnar.


C. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um stöðu mála í nefndum sem skipaðar voru til að fjalla um flutning unglingastiga skólanna á Suðureyri og Flateyri til Ísafjarðar.  Elías Oddsson sagði niðurstöður verða kynntar bæjarráði Ísafjarðarbæjar eins og til var ætlast. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  17:30


Elías Oddsson, varaformaður.


Óðinn Gestsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.       


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.Er hægt að bæta efnið á síðunni?