Fræðslunefnd - 282. fundur - 15. febrúar 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir.  Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu sem ritaði fundargerð. 


 


Grunnskóla- og leikskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar, Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra, Guðmundur Þorkelsson f.h. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.  Jóhanna Ásgeirsdóttir skólastjóri boðaði forföll og mætti enginn í hennar stað.1. Fjárhagsáætlun 2009.  2008-09-0008. 


Fjallað um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009.  Gerðir voru útreikningar á ýmsum hugmyndum, í fjórtán liðum, um mögulega hagræðingu eða sparnað á fræðslusviði sem nefndin hefur kynnt sér og rætt.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar vísar hugmyndunum til bæjarráðs til ákvarðanatöku.


Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar, Þórdís Jensdóttir,  lagði fram eftirfarandi bókun:  


Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd vill taka fram að umræða um flutning efri bekkja GÖ og GS til Ísafjarðar hefur ekki farið fram milli foreldrafélaga grunnskólanna á svæðinu.


Hins vegar er kunn sú andstaða foreldra sem verið hefur við fyrri hugmyndir um sameiningu efri bekkja skólanna.


Verði af þessum flutningi nemenda til Ísafjarðar er ljóst að það mun valda röskun á högum nemenda GÖ og GS.  Skal þess því gætt að fullt samráð verði haft við foreldrafélög viðkomandi skóla um öll þau atriði sem lúta að þessari sameiningu.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:05


Einar Pétursson, formaður.


Elías Oddsson, varaformaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnsk.f.


Sigurlína Jónasdóttir, leiksk.f.


Margrét Geirsdóttir, forstöðum.Skóla- og fjölsk.skr. Er hægt að bæta efnið á síðunni?