Fræðslunefnd - 281. fundur - 10. febrúar 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir.  Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu sem ritaði fundargerð. 


 


Grunnskóla- og leikskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar, Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra, Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Auðbjörg Halla Knútsdóttir f.h. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.



1. Fjárhagsáætlun 2009.  2008-09-0008. 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, mætti til fundar við fræðslunefnd og fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. 


Jóna Benediktsdóttir og Gylfi Þór Gíslason leggja til að kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar þiggi ekki laun fyrir vinnu sína á árinu 2009.  Aðrir fræðslunefndarfulltrúar samþykkja framkomna tillögu.


Rætt um mögulegar leiðir til lækkunar á kostnaði á fræðslusviði.  Starfsmönnum falið að koma með upplýsingar á næsta fund nefndarinnar í ljósi umræðna á fundinum.



2. Önnur mál


Lagt fram til kynningar bréf dagsett 27. janúar 2009 frá stjórn foreldrafélags Eyrarskjóls þar sem yfirvöld í Ísafjarðarbæ eru hvött til þess að standa við þau fyrirheit að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins. 2009-02-0004.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:13


Einar Pétursson, formaður.


Elías Oddsson, varaformaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnsk.f.


Sigurlína Jónasdóttir, leiksk.f.


Margrét Geirsdóttir, forstöðum.Skóla- og fjölsk.skr.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?