Fræðslunefnd - 280. fundur - 29. janúar 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir.  Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  Fundarritari var Margrét Geirsdóttir.


 


Leikskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi, Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra.



Grunnskóla- og leikskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar, Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir f.h. skólastjóra, Guðmundur Þorkelsson og Auðbjörg Halla Knútsdóttir f.h. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.



1. Fjárhagsáætlun 2009.  2008-09-0008. 


Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 rædd.  Lagt fram bréf frá starfsmönnum Grunnskóla Önundarfjarðar þar sem koma fram  hugmyndir um mögulegar sparnaðarleiðir í rekstri skólans. 



Önnur mál.


A. Lagt fram bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags 13. janúar 2009 þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær sjái sér fært að taka áfram þátt í verkefninu ,,Skólavogin? þar sem kerfisbundinn samanburður er gerður á lykiltölum vegna grunnskólahalds. Kostnaðurinn er u.þ.b. kr. 35.000,- á hvern skóla.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir erindið.  2009-01-0043.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:48.


Einar Pétursson, formaður.


Elías Oddsson, varaformaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnsk.f.


Sigurlína Jónasdóttir, leiksk.f.


Margrét Geirsdóttir, forstöðum.Skóla- og fjölsk.skr.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?