Fræðslunefnd - 277. fundur - 14. október 2008

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.  Gylfi Þór Gíslason og Elías Oddsson boðuðu forföll og Sóley Guðmundsdóttir og María Valsdóttir mættu í þeirra stað.  Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Guðmundur Þorkelsson fh. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.1. Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði.  2007-12-0065


Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 23. september 2008. Þar kemur fram að önnur úthlutun úr námsgagnasjóði hefur farið fram. Allir grunnskólar Ísafjarðarbæjar fengu úthlutun úr sjóðnum.2. Framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 10. bekk.   2008-01-0087.


Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 23. september 2008. Þar kemur fram að í nýjum grunnskólalögum er kveðið á um breytingar á samræmdum prófum í grunnskóla. Farið var  yfir í hverju þær breytingar eru fólgnar.


 


3. Reglur um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.


Haustið 2006 voru unnar reglur um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar. M.a. í ljósi breyttra aðstæðna margra nemenda sem búa við sameiginlegt forræði foreldra sinna yfir þeim og dvelja jafnvel í nokkrar vikur í senn hjá hvoru foreldri fyrir sig, er ljóst að breyta þarf ofangreindum reglum.  Starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.4. Ný grunnskólalög.


Grunnskólafulltrúi fór yfir nýju grunnskólalögin.Önnur mál


A. Jóna Benediktsdóttir óskaði eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins á hvern nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins.  Upplýsingarnar verða lagðar fram á næsta fundi fræðslunefndar.


B. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hvort einhver grunn- eða leikskóli Ísafjarðarbæjar hafi óskað eftir fjármagni til þess að nýta í tímabundin viðbótarlaun (tv einingar) eða að nota starfsheitið verkefnisstjóri.  Upplýsingarnar verða lagðar fam á næsta fundi fræðslunefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.


Einar Pétursson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir.


María Valsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Sóley Guðmundsdóttir.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 


Margrét Geirsdóttir, forstm. Skóla- og fjölskylduskr.Er hægt að bæta efnið á síðunni?