Fræðslunefnd - 271. fundur - 8. apríl 2008

Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason, Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.  Elías Oddsson og Soffía Ingimarsdóttir mættu ekki og engir varamenn í þeirra stað.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.Leikskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra.1. Ályktanir frá aðalfundi Félags leikskólakennara 2008.   2008-03-0050


Lagt fram bréf dagsett 19. mars 2008 frá Félagi leikskólakennara. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var dagana 13. og 14. mars sl. voru sjö ályktanir samþykktar. Ályktanirnar eru eftirfarandi:


a) Kjaramálaályktun.


b) Ályktun um réttindi og starfsaðstæður trúnaðarmanna.


c) Ályktun um stefnu í vinnuumhverfismálum.


d) Skólamálaályktun.


e) Ályktun um menntunarátak.


f) Ályktun um lágmarkskröfu í íslensku til að geta starfað í leikskóla.


g) Ályktun vegna áforma Reykjavíkurborgar um 5 ára bekki.


Lagt fram til kynningar.2. Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum.   2008-03-0007


Lagt fram bréf dagsett 26. febrúar 2008 frá Umhverfisstofnun sem og bæklingurinn Umhverfi og heilsa barna í norrænum leikskólum. Bæklingurinn er gefinn út af Norrænu ráðherranefndinni og byggir á skýrslu um samnefnt verkefni. Í bæklingnum er greint frá úrræðum sem yfirvöld á Norðurlöndum hafa gripið til í þeim tilgangi að bæta umhverfi og heilsu barna.


Lagt fram til kynningar.Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra, Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir fyrir hönd kennara. 3. Lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara og skólastjóra. 2008-04-0003


Lagt fram bréf dagsett 27. mars 2008 frá Menntamálaráðuneytinu. Í bréfinu er tekið fram hvaða reglur gilda við ráðningu grunnskólakennara og skólastjóra, skv. ákvæðum laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.


Lagt fram til kynningar.4. Allt hefur áhrif ? stöðumat verkefnis 2007 ? leik- og grunnskólar.  2008-04-0009


Lögð fram skýrsla dagsett í janúar sl. með niðurstöðum könnunar á meðal leik- og grunnskólastjóra í landinu um umhverfi barna í skólum.


Lagt fram til kynningar.5. Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.  2008-03-0015


Lagt fram bréf dagsett 4. mars 2008 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að skólamálastefna Sambandsins hafi verið samþykkt á stjórnarfundi 22. febrúar sl. Stefnan ásamt greinargerð lögð fram til kynningar.6. Uppsögn skólastjórans á Þingeyri. 2008-04-0036


Lagt fram uppsagnarbréf dagsett 26. mars sl. frá Ellerti Erni Erlingssyni skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri.


Fræðslunefnd þakkar Ellerti fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.7. Önnur mál.


A. Rætt um umferð einkabifreiða á morgnana við Grunnskólann á Ísafirði en hún skapar mikla slysahættu.  Fræðslunefnd felur starfsmanni að leita til tæknideildar Ísafjarðarbæjar eftir upplýsingum um hvernig umferð verði stýrt um nágrenni Grunnskólans í framtíðinni. 


B. Þingfréttir Grunnskólans á Þingeyri fyrir tímabilið mars ? apríl lagðar fram til kynningar.


C. Grunnskólafulltrúi kynnti málstofu á vegum Saft ? samfélag, fjölskylda og tækni ? sem haldin verður fimmtudaginn 10. apríl 2008 kl. 20:00.  Málstofan verður haldin í Grunnskólanum á Ísafirði.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:13.


Einar Pétursson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir


Gylfi Þór Gíslason


Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölsk.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúiEr hægt að bæta efnið á síðunni?