Fræðslunefnd - 270. fundur - 11. mars 2008

Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson, Gylfi Þór Gíslason, Soffía Ingimarsdóttir, Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Leikskólamál.


Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra.



1. Staða mála á leikskólanum Laufási.


Leikskólafulltrúi fór yfir stöðu mála á leikskólanum Laufási. Í leikskólanum er mikil mannekla og ekki hefur verið hægt að ráða í stöðurnar þrátt fyrir að mikið hafi verið auglýst eftir starfsfólki.



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra, Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg f.h. kennara.



2. Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar.


Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar lögð fram til kynningar eftir yfirlestur.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að gera breytingar á stefnunni í samræmi við umræður á fundinum.



3. Danskur farkennari.  2008-02-0128


Lagt fram bréf, dagsett 27. febrúar 2008, frá Michael Dal lektor við Kennaraháskóla Íslands. Þar kemur fram að Ísafjarðarbæ standi til boða að taka á móti dönskum sendikennara haustið 2008.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að boðinu verði tekið.



4. Beiðni um styrk til útgáfu handbókar handa foreldrum.  2008-01-0104


Lagt fram bréf, dagsett 28. febrúar 2008, frá Eiríki Grímssyni. Þar óskar hann eftir að umsókn sín um styrk vegna útgáfu handbókar handa foreldrum verði tekin til endurskoðunar enda hafi hann lækkað styrkupphæðina til samræmis við nemendafjölda 1. bekkjar í bæjarfélaginu.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hafnar erindinu.



5. Reglur varðandi fartölvuvæðingu grunnskólanna.


Grunnskólafulltrúi lagði fram drög að reglum varðandi fartölvuvæðinguna sem og drög að samningi við kennara um afnot af vélunum.  Lagt fram til kynningar.


 



6. Staða mála í Grunnskóla Önundarfjarðar.


Grunnskólafulltrúi sagði frá veikindaleyfi Skarphéðins Ólafssonar skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar. Jóna Benediktsdóttir mun  starfa sem skólastjóri við skólann í forföllum Skarphéðins.



7. Önnur mál.


A. Þingfréttir, fréttabréf grunnskólans á Þingeyri, fyrir tímabilið febrúar ? mars 2008 lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:08.


Einar Pétursson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir    


Gylfi Þór Gíslason 


Elías Oddsson     


Soffía Ingimarsdóttir.


Margrét Geirsdóttir,  forstöðum. Skóla- og fjölsk.   


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi



Er hægt að bæta efnið á síðunni?