Fræðslunefnd - 268. fundur - 12. febrúar 2008

Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Elías Oddsson, Gylfi Þór Gíslason, Soffía Ingimarsdóttir, Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.  Kristín Hálfdánsdóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.Grunnskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar: Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra og Ellert Erlingsson f.h. skólastjóra.  Enginn fulltrúi mætti fyrir hönd kennara.1. Útgáfa handbókar fyrir foreldra ? styrktarbeiðni. 2008-01-0104


Lagt fram bréf frá Eiríki Grímssyni, dagsett 24. janúar 2008 þar sem óskað er eftir styrk til að gefa út handbók fyrir foreldra grunnskólabarna. Gert er ráð fyrir að dreifa handbókinni til allra foreldra nemenda í  1. bekk haustið 2008 og er óskað eftir styrk að upphæð kr. 500.000,-. 


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að erindinu verði hafnað. 2. Dagsetningar samræmdra prófa skólaárið 2008 ? 2009.  2008-01-0087


Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneyti dagsett 23. janúar 2008. Þar kemur fram að samræmd próf í íslensku og stærðfræði verða lögð fyrir nemendur 4. og 7. bekkjar dagana 16. og 17. október 2008.3. Fartölvuvæðing grunnskólanna.


Lögð fram greinargerð grunnskólafulltrúa, Kristínar Óskar Jónasdóttur, þar sem gerð er grein fyrir stöðu tölvumála í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.  Í áætlun þeirri sem nú er í gildi er gert ráð fyrir að fimm tölvur verði keyptar inn í hvern skóla á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, en að fjörutíu og sex tölvur verði keyptar inn í skólann á Ísafirði.  Nú er lögð fram tillaga þess efnis að í stað þess að keyptar verði ofangreindar sextíu og ein fartölva verði keyptar níutíu og sex fartölvur.  Aukningin er þrjátíu og fimm fartölvur. 


Í ljósi breyttra kennsluhátta og undirbúnings kennara fyrir kennslu leggur fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að  hún samþykki ofangreinda tillögu. Önnur málA. Félagsaðild Ísafjarðarbæjar að Ungum frumkvöðlum ? Junior Achievement.  2007-11-0043.


Erindið var borið upp á síðasta fundi nefndarinnar.  Grunnskólafulltrúi kynnti verkefnið fyrir skólastjórum grunnskólanna í Ísafjarðarbæ.  Ekki er vilji fyrir þátttöku í verkefninu.


B. Staða mötuneytismála grunnskólans á Þingeyri.


Ellert Erlingsson vakti athygli nefndarinnar á stöðu mötuneytismála á Þingeyri en þar hefur enn ekki tekist að ráða í stöðu aðstoðar matráðs.


C. Þingfréttir.


Ellert Erlingsson skólastjóri á Þingeyri lagði fram til kynningar Þingfréttir, frétta- og upplýsingabæklingur grunnskólans á Þingeyri, fyrir starfsemina í desember 2007 og janúar og febrúar 2008.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:41.


Einar Pétursson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir    


Gylfi Þór Gíslason 


Elías Oddsson     


Soffía Ingimarsdóttir


Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölsk.   


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?