Fræðslunefnd - 263. fundur - 23. október 2007

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Elías Oddsson og Gylfi Þór Gíslason. Soffía Ingimarsdóttir boðaði forföll og mætti Kristín Oddsdóttir í hennar stað. Kristín Hálfdánsdóttir mætti ekki og enginn varamaður fyrir hana. Jafnframt mættu á fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Leikskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóna Lind f.h. leikskólastjóra.



1. Skólanámskrá Eyrarskjóls


Lagt fram til kynningar.



2. Skólanámskrá Grænagarðs


Lagt fram til kynningar.



3. Greinagerð Samráðsnefndar leikskóla um niðurstöður málþings um stöðu leikskólans í samfélaginu


Lagt fram til kynningar.



4. Ályktun frá 4. deild Félags leikskólakennara varðandi starfsfólk leikskóla í námi


Stjórn 4. deildar Félags leikskólakennara óskar eftir viðbrögðum fræðslunefndar varðandi starfsfólk leikskóla í námi í bréfi dagsettu 20. september. Spurt er hvort ekki sé rétt að líta á allt nám sem hluta af símenntun stofnunarinnar og fólk haldi því launum sínum á meðan á því stendur.  Jafnframt er spurt hvort endurmenntunarsjóður sé ekki barn síns tíma.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar felur leikskólafulltrúa að afla upplýsinga sem varða málið fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.



Grunnskólamál.


Mættur áheyrnarfulltrúi: Ellert Örn Erlingsson, f.h. skólastjóra. Fulltrúar kennara, þau Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg mættu ekki og engir varafulltrúar. Fulltrúi foreldra, Heiðar Kristinsson, mætti ekki.



5. Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2008


Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2008 lagt fram til kynningar. 


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á aukið framlag til frágangs skólalóða sem og aukið framlag til endurmenntunarsjóða og framlag til vörukaupa í fjárhagsáætlun 2008.



6. Grunnskólastefnan


Grunnskólastefnan lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og leggur til við Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki stefnuna.



7. Bett 2008


Kynnt var Bett 2008, tölvu- og hugbúnaðarsýningin í London, sem fram fer dagana  9. ? 12. janúar 2008. Fræðslunefnd telur æskilegt að fulltrúar verði sendir á sýninguna og felur starfsmönnum að leita leiða til fjármögnunar.



8. Ósk um fjölgun stöðugilda stuðningsfulltrúa við GÍ


Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa um fjölda stöðugilda stuðningsfulltrúa við grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Vegna aðstæðna sem hafa skapast er nauðsynlegt að bæta við 57% stöðugildi stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Ísafirði.  Í ljósi stöðunnar í málaflokknum leggur fræðslunefnd til við bæjarstjórn að orðið verði við þessari beiðni.



9. Gjaldtaka vegna ferða nemenda í grunnskólum 2007-09-0106


Vísað er til orðsendingar frá Menntamálaráðuneytinu, dagsettu 21. september 2007. Í orðsendingunni kemur fram að ekki sé leyfilegt að rukka nemendur fyrir ferðir sem séu þáttur af skipulögðu skólastarfi.


Grunnskólafulltrúi hefur sent fyrirspurn til Menntamálaráðuneytis vegna dvalarkostnaðar, þ.e.a.s. fæðiskostnað nemenda í Reykjaskóla. Enn hefur svar ekki borist.  Fræðslunefnd frestar umfjöllun um málið þar til svar hefur borist frá ráðuneytinu.



10. Styrkur til forvarnarátaks í grunn- og menntaskóla 2007-09-0118


Lyfjafræðideild Háskóla Íslands óskar eftir styrk til að halda úti forvarnarverkefni um fæðubótarefni og misnotkun lyfja. Verkefnið er í samstarfi við ÍSÍ.


Fræðslunefnd hafnar erindinu.



11. Kennsluefni helgað 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar 2007-10-0002


Bókaútgáfan Hólar er nú að gefa út kennsluefni í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Hyggst bókaútgáfan gefa hverjum skóla eintök fyrir alla 7. bekkinga.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar þakkar höfðinglega gjöf.



12. Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd 2007-10-0054


Lagt fram bréf frá formanni Foreldrafélags GÍ, þar sem óskað er eftir því að fulltrúi foreldra fái aðgang að fræðslunefnd með málfrelsi og tillögurétt eins og lög mæli fyrir um.  Fræðslunefnd vill ítreka að fulltrúi foreldra hefur haft aðgang að fundum fræðslunefndar en harmar þau mistök sem átt hafa sér stað undanfarna þrjá fundi þar sem ekki var boðaður fulltrúi foreldra.  Ástæða þess er að fulltrúi foreldra tilkynnti s.l. vor að hann væri hættur sem fulltrúi og ekki var skipaður fulltrúi í hans stað.  Grunnskólafulltrúi greindi frá fyrirhuguðum fundi með formönnum foreldraráða grunnskólanna um skipan fulltrúa í fræðslunefnd.



13. Fyrirspurn um greiðslu íslenskukennslu í Fræðslumiðstöð


Fyrirspurn barst til grunnskólafulltrúa um hvort Ísafjarðarbær myndi greiða fyrir námskeiðskostnað vegna íslenskukennslu fyrir innflytjendur.  Í ljósi þess að viðkomandi einstaklingar eru að fá sérstaka íslenskukennslu í grunnskóla hafnar fræðslunefnd erindinu. 


 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:36.


Einar Pétursson, formaður.


Elías Oddsson.


Gylfi Þór Gíslason.    


Kristín Oddsdóttir.


Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölskylduskr.   


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?