Fræðslunefnd - 262. fundur - 9. október 2007

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson, Kolbrún Sverrisdóttir, Soffía Ingimarsdóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. Gylfi Þór Gíslason boðaði forföll og mætti Kolbrún Sverrisdóttir í hans stað.


Fundarritari: Kristín Ósk Jónasdóttir.Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Ellert Örn Erlingsson, f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg, f.h. kennara.1. Ráðning skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði.


Tveir sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, en það eru Jóna Benediktsdóttir og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, báðar búsettar á Ísafirði.


Af tveimur mjög hæfum umsækjendum mælir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar með Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur í starf skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.


Einar Pétursson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir.    


Elías Oddsson.


Kolbrún Sverrisdóttir.    


Soffía Ingimarsdóttir.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?