Fræðslunefnd - 261. fundur - 18. september 2007

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Óðinn Gestsson, Elías Oddsson og Gylfi Þór Gíslason, Soffía Ingimarsdóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. Kristín Hálfdánsdóttir boðaði forföll og mætti Óðinn Gestsson í hennar stað.


Fundarritari: Kristín Ósk Jónasdóttir.


Leikskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóna Lind f.h. leikskólastjóra.



1. Skólanámskrá Bakkaskjóls


Lagt fram til kynningar.



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Ellert Örn Erlingsson, f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir, f.h. kennara.



2. Grunnskólastefnan


Frestur til að koma með ábendingar vegna grunnskólastefnunnar var til 1. September s.l.. Ábending barst frá einum aðila og var farið í gegnum hana.


Grunnskólafulltrúa falið að ganga frá stefnunni.



3. Áhættumat í grunnskólum


Farið var yfir áhættumat sem framkvæma skal í grunnskólum fyrir áramót.


Óskað er eftir að starfsmaður eignarsjóðs stýri verkefninu.



Önnur mál



4. Handbók Grunnskólans á Þingeyri


Ellert Örn skólastjóri á Þingeyri afhenti Handbók Grunnskólans á Þingeyri og fréttabréf skólans.



5. Skólalóðir 


Óðinn Gestsson spurðist fyrir um skólalóðir í sveitarfélaginu.



6. Fulltrúi kennara


Fulltrúi kennara lýsir yfir að upphaf skólastarf hafi verið óvenju erfitt í Grunnskólanum á Ísafirði í haust og að uppbyggingarstefna sé illa á vegi stödd.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:05


Einar Pétursson, formaður.


Óðinn Gestsson.    


Elías Oddsson.


Gylfi Þór Gíslason    


Soffía Ingimarsdóttir


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?