Fræðslunefnd - 259. fundur - 26. júní 2007

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson, Soffía Ingimarsdóttir og Gylfi Þór Gíslason. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.Grunnskólamál.


Áður en gengið var til dagskrár þakkaði formaður fráfarandi aðalfulltrúum fyrir samstarfið og bauð nýja fulltrúa velkomna.1. Umsókn í styrktarsjóð EBÍ 2007


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dagsett 6. júní 2007 þar sem minnt er á að úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ verði á næstunni og er Ísafjarðarbæ boðið að sækja um. Meðfylgjandi eru einnig reglur sjóðsins sem og bókun bæjarráðs frá 11. júní 2007.


Fræðslunefnd leggur til að sótt verði um styrk fyrir göngukorti af landsvæði Ísafjarðarbæjar, enda tengist það nýsamþykktri aðgerðaráætlun í Allt hefur áhrif verkefninu.2. Skýrsla um skólahald GÍ  og GS 2006-2007


Lögð fram skýrsla sem Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri GÍ tók saman um skólahald GÍ ásamt skýrslu Magnúsar S. Jónssonar skólastjóra GS um skólahald, báðar fyrir árið 2006-2007.  Í þeim er að finna tölulegar upplýsingar um skólana sem og samantekt um helstu viðburði í skólastarfinu.


Lagt fram til kynningar.3. Lokaskýrsla vegna verkefnisins Uppbygging, ábyrgð og áhugi.


Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri GÍ skrifaði lokaskýrslu vegna þróunarverkefnisins Uppbygging, ábyrgð, áhugi sem verið er að vinna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Þar kemur fram hvernig til hefur tekist með innleiðingu uppbyggingarstefnunnar.


Lagt fram til kynningar.4. Breytingar á stjórnkerfi GÍ


Lagt er fram bréf ritað af Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu varðandi fyrirhugaðar stjórnendabreytingar í GÍ sem sent var bæjarráði. Eins lagt fram minnisblað Þorleifs Pálssonar bæjarritara og bókun bæjarstjórnar frá 21. júní sl. varðandi málið. Þar kemur fram að bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja niður nýrri aðstoðarskólastjórastöðuna.


Sigríður Steinunn Axelsdóttir fulltrúi kennara lét bóka að hún væri ósátt við að Jónu Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóra GÍ væri sagt upp störfum,  því hún væri leiðtogi við vinnu uppbyggingastefnunnar og mikilvægur og faglegur starfsmaður skólans. Hún telur að með þessari samþykkt er ekki verið að vinna skólanum gagn.


Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Soffía Ingimarsdóttir véku af fundi kl. 16:35.5. Könnun á þjónustu Dægrardvalar


Í maí 2007 var lögð fyrir könnun um starfsemi dægrardvalar. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri GÍ og Erik Newman, forstöðumaður félagsmiðstöðvar lögðu könnunina fyrir. Foreldrar barna sem nýta þessa þjónustu svöruðu könnuninni. Jafnframt lagt fram bréf til bæjarráðs þar sem óskað er leyfis að auglýsa stöðuna í félagsmiðstöðinni.


Lagt fram til kynningar.6. Brandpunkt Norden - skólamálaráðstefna


Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og grunnskólafulltrúi sögðu frá norrænu skólamálaráðstefnunni sem þeir sóttu í Reykjavík dagana 10. og 11. maí.7. Grunnskólastefnan


Farið yfir drög að grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar.


Fræðslunefnd samþykkir að stefnan verð sett á netið til kynningar og öllum gefið tækifæri á að koma með ábendingar.8. Önnur mál


Fræðslunefnd þakkar Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur fyrir samstarfið á liðnum árum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:48


Einar Pétursson, formaður.


Elías Oddsson.


Gylfi Þór Gíslason    


Kristín Hálfdánsdóttir


Ingibjörg María Guðmundsdóttir,  Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskr.  


Kristín Ósk Jónasdóttir,  grunnskólafulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?