Fræðslunefnd - 256. fundur - 22. maí 2007

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Elías Oddsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir og Kristín Hálfdánsdóttir. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.  Kolbrún Sverrisdóttir boðaði forföll, í hennar stað mætti Gylfi Þór Gíslason.  Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Tónlistarskólamál:


1. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar.


Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 23. ágúst 2006 og 17. apríl 2007.


Lagt fram til kynningar



Leikskólamál:


Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Kristjánsdóttir fyrir leikskólastjóra og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.



2. Skóladagatöl leikskóla Ísafjarðarbæjar.


Lögð fram skóladagatöl fyrir alla leikskóla Íafjarðarbæjar. Fulltrúi skólastjóra og leikskólafulltrúi veittu nánari upplýsingar um skólahaldið.


Lagt fram til kynningar



3. Beiðni um launalaust leyfi.   2007-05-0079


Lagt fram bréf ódagsett, frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra Tjarnabæ á Suðureyri,  þar sem hún kannar möguleika á launalausu leyfi í eitt ár frá og með 12. ágúst n.k.


Fræðslunefnd tekur jákvætt í að veita launalaust leyfi skv. bréfinu og felur leikskólafulltrúa að leysa málið innan leikskólans ef af leyfinu verður.



Önnur mál:


4. Eignasjóður Ísafjarðarbæjar.


Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri kynnti á tæknideild, kynnti Eignasjóð Ísafjarðarbæjar, eins og hann er starfræktur og helstu verkefni sjóðsins á sviði fræðslunefndar.


Fræðslunefnd þakkar kynninguna.



5. Vettvangsferðir grunnskólanema.


Lögð fram fyrirspurn um vettvangsferðir grunnskólanema og fjármagn til þeirra. Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinga hjá skólastjórum um málið og leggja fyrir fræðslunefnd á næsta fundi nefndarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 17:10


Einar Pétursson, formaður.


Gylfi Þór Gíslason.    


Elías Oddsson.


Guðrún Anna Finnbogadóttir.   


Kristín Hálfdánardóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölsk.skrifstofu.  


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 





Er hægt að bæta efnið á síðunni?