Fræðslunefnd - 252. fundur - 13. febrúar 2007

Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Elías Oddsson, Kolbrún Sverrisdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.


Kristín Hálfdánardóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Óðinn Gestsson.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.Grunnskólamál.


Mættir sem áheyrnarfulltrúar Ellert Ö. Erlingsson f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara og Lilja Rafney Magnúsdóttir f.h. foreldra.1. Bygging skólahúsnæðis við GÍ.  2005-06-0019.


Starfsmaður byggingarnefndar, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála.


Fræðslunefnd þakkar Jóhanni upplýsingarnar.2. Þróunarsjóður grunnskóla.


Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í grunnskólum skólaárið 2007 - 2008. Tilteknir eru helstu áhersluflokkar en umsóknir skulu hafa borist fyrir 5. mars n.k.


Grunnskóla- og leikskólafulltrúa falið að ræða við skólastjóra um umsókn í tengslum við innflytjendur.3. Brännpunkt í Norden. ? Norræn skólamálaráðstefna.   2007-01-0064.


Ráðstefna um skólamál verður haldin á Nordica Hótel dagana 10.-12. maí 2007.


Lagt fram til kynningar.4. Skýrsla um skólahald í grunnskólum.   2007-01-0065.


Lögð fram skýrsla menntamálaráðherra um framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2001 ? 2002, 2002 ? 2003 og 2003 ? 2004.


Lagt fram til kynningar.5. Fjöldi skóladaga í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.


Rætt um væntanlega vinnu við gerð skóladagatals fyrir skólaárið 2007-2008 og fjölda kennsludaga.6. Ráðstefna um námsmat.


Ráðstefna með námssmiðjum um námsmat, haldin á Akureyri 13. og 14. apríl 2007,  á vegum skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri.


Lagt fram til kynningar.7. Æskulýðsrannsóknir. - Ungt fólk.   2007-01-0074.


Bréf frá menntamálaráðuneyti, dagsett 23. janúar 2007, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við rannsóknirnar Ungt fólk. Eins er að finna skipulag rannsókna fram til ársins 2010.  Niðurstöður Ungt fólk 2006 liggja nú fyrir.


Fræðslunefnd samþykkir áframhaldandi þátttöku skóla Ísafjarðarbæjar í rannsókninni.8. Mötuneytismál á Suðureyri.


Lagt fram minnisblað frá leikskóla- og grunnskólafulltrúa þar sem það er þeirra mat að fagleg úttekt verði gerð á húsnæði skólanna á Suðureyri, til að finna bestu leiðina við að koma upp mötuneyti og mataraðstöðu fyrir nemendur í báðum skólunum.


Fræðslunefnd óskar eftir úttekt tæknideildar á mögulegri aðstöðu á eldhúsi.


Elías Oddsson vék af fundi kl. 16:509. Önnur mál.


a. Leikskólavist barna utan lögheimilis.


Rætt um mögulegan sveigjanleika á leikskólum, til að taka við nemendum í  skammtímavistun.


b. Þingfréttir, fréttablað Grunnskólans á Þingeyri.


Fréttablað janúar/febrúar 2007 lagt fram til kynningar.


c. Kynntar breyttar dagsetningar samræmdra prófa.


Lagt fram til kynningar.


d. Endurskoðun á grunnskólastefnu.


Rætt um opna fundi um skólamál í öllum skólahverfum í tengslum við endurskoðun á grunnskólastefnu.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.


Halldór Halldórsson, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.    


Óðinn Gestsson.


Guðrún Anna Finnbogadóttir.   


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.   


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 


  

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?