Fræðslunefnd - 251. fundur - 23. janúar 2007

Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kolbrún Sverrisdóttir og Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi. 


Fundarritari: Sigurlína Jónasdóttir


Þetta var gert:



Leikskólamál:



1. Samantekt leikskólafulltrúa um skólanámskrárgerð í leikskólum.


Lögð fram greinargerð leikskólafulltrúa um hvernig skólanámskrár leikskóla hafa verið unnar hjá leikskólum.


Fræðslunefnd telur rétt að starfsmenn leikskóla vinni að skólanámskrá skólanna á starfstíma og á skipulögðum fundum starfsmanna, en að starfsmenn verði ekki sérstaklega ráðnir til verksins.



Tónlistarskólanám:



2. Reglur um greiðslur vegna nemenda, sem stunda tónlistarnám við tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.


Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa um greiðslur vegna nemenda í tónlistarnámi, sem fræðslunefnd samþykkti reglur um. Velt er upp til ákvörðunar hvort það fjármagn, sem sett er í málaflokkinn, eigi að dreifast á sem flesta nemendur út frá þeirri forsendu, að greitt verði eingöngu fyrir eitt nám hjá hverjum nemanda eða hvort greiða eigi meira fyrir einn og fækka þá nemendum eftir því fjármagni sem veitt er til málaflokksins.


Fræðslunefnd samþykkir að leitast verði við að dreifa greiðslum til sem flestra og stefnt verði að því að Ísafjarðarbær greiði fyrir allt að einu fullu námi hjá hverjum nemanda. Samþykktir fyrir yfirstandandi skólaár gildi, en framvegis verði samþykkt fræðslunefndar mótandi fyrir ákvarðanir starfsmanna.



Grunnskólamál:


Mættir áheyrnarfulltrúar: Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara, Heiðar Kristinsson f.h. foreldra.



3. Uppbygging, ábyrgð, áhugi ? áfangaskýrsla.   2007-01-0050.


Lögð fram áfangaskýrsla unnin af Jónu Benediktsdóttur umsjónarmanni verkefnisins.


Lagt fram til kynningar.



4. Kynningarfundir á Flateyri og Suðureyri vegna unglingastigs. 2006-12-0026 / 2006-12-0047


Staða máls varðandi undirbúning fundar á Flateyri og Suðureyri kynnt. Búið er að funda með fulltrúum foreldra. Stefnt er að opnum fundi í febrúar n.k.


Lagt fram til kynningar.



5. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.   2006-03-0038


Lagðir fram minnispunktar nefndarfulltrúa vegna aðalskipulags.


Fræðslunefnd samþykkir að leggja núgildandi leikskóla- og grunnskólastefnu ásamt framkomnum tillögum frá nefndinni inn í þessa vinnu.



6. Kennaraþing grunnskólakennara.   2007-01-0038


Lagt fram bréf frá Guðbjörgu Höllu Magnadóttur, formanni Kennarasambands Vestfjarða, dagsett 8. janúar s.l., þar sem óskað er eftir því að grunnskólar fái sameiginlegan starfsdag í lok september til að taka þátt í kennaraþingi á Vestfjörðum. Einnig lagðir fram minnispunktar grunnskólafulltrúa með mati hennar og skólastjóra á beiðninni.


Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu hjá skólastjórum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.



7. Samræmd próf hjá 4. og 7. bekk haustið 2007.   2007-01-0043


Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að samræmd próf í 4. og 7. bekk fari fram 18. og 19. október 2007.


Lagt fram til kynningar.



8. Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í nefndum.


Lögð fram námskeiðslýsing frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem ætlað er kjörnum fulltrúum. Námskeiðið verður haldið á Ísafirði mánudaginn 5. mars n.k. kl. 10:30-20:30.


Fræðslunefnd hvetur aðal- og varafulltrúa til að mæta og felur starfsmanni að senda út tilkynningu til fulltrúa og sjá um skráningu á námskeiðið fyrir hönd nefndarinnar.



9. Önnur mál


Nefndin óskar eftir upplýsingum, um stöðu byggingar Grunnskólans á Ísafirði og Félagsmiðstöðvar á Ísafirði, á næsta fundi nefndarinnar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið  kl: 17:35


Halldór Halldórsson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir.    


Guðrún Anna Finnbogadóttir.


Kolbrún Sverrisdóttir.    


Elías Oddsson.


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.     



Er hægt að bæta efnið á síðunni?