Fræðslunefnd - 244. fundur - 10. október 2006

Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson og Kristín Hálfdánardóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.


Guðrún Anna Finnbogadóttir boðaði forföll, í hennar stað mætti Gylfi Þór Gíslason.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Tónlistarskólamál.


Mætt sem áheyrnarfulltrúi Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans.



1. Reglur varðandi nemendur, sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.


Lögð fram drög að reglum um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum ásamt  ábendingum frá Sigríði Ragnarsdóttur, um atriði sem þarf að huga að við samþykkt reglna.


Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að endurskoðaðar reglur um greiðslu varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum verði samþykktar með endurskoðunarákvæði vorið 2007. Fræðslunefnd leggur ofangreint til í trausti þess að nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins, um endurskoðun á greiðslu tónlistarnámi á framhaldsstigi, ljúki störfum sínum sem fyrst.



2. Húsnæðismál Tónlistarskólanna á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.


Lögð var fram greinagerð forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu um húsnæðismál Tónlistarskólans á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. Lýst er þörf fyrir að fá úrlausn varðandi húsnæði skólans á Þingeyri og óskað eftir afstöðu um framtíðarhúsnæði fyrir tónlistarkennslu á Þingeyri.


Fræðslunefnd  telur rétt að framtíðarhúsnæði fyrir tónlistarkennslu verði í Félagsheimilinu Þingeyri, þegar það verður nothæft. Hins vegar samþykkir fræðslunefnd að skólastjóri og yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu finni ásættanlega lausn þangað til að varanlegt húsnæði verður tilbúið.



Leikskólamál


Mætt sem áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir f.h. skólastjóra.



3. Skóladagatöl leikskólanna.


Lögð voru fram skóladagatöl leikskólanna Tjarnabæ á Suðureyri og Bakkaskjóls í Hnífsdal.


Lögð fram til kynningar.



4. Fréttabréf frá Leikskólunum Laufási og Bakkaskjóli.


Fram voru lögð fréttabréf leikskólanna Laufáss fyrir september og Bakkaskjóls fyrir október.


Lögð fram til kynningar.



Grunnskólamál.


Mættir sem áheyrnarfulltrúar Ellert Ö. Erlingsson f.h. skólastjóra og Heiðar Kristinsson f.h. foreldra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara.



5. Fjöldi nýbúa í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.


Samantekt grunnskólafulltrúa um fjölda nýbúa í grunnskólum Ísafjarðarbæjar lögð fram, sem og upplýsingar um umsóknir til jöfnunarsjóðs vegna nýbúa. Nýbúar og tvítyngdir nemendur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar eru 54, þar af er sótt um til jöfnunarsjóðs vegna 36 nemenda. Nýbúar og tvítyngdir eru 8,6% nemenda sveitarfélagsins.


Lagt fram til kynningar.



6. Skýrsla um skólahald í Grunnskólanum á Suðureyri.


Í skýrslunni koma fram allar helstu upplýsingar um skólastarf Grunnskólans Suðureyri fyrir skólaárið 2005-2006.


Fræðslunefnd þakkar skýrsluna.



7. Samningur um ráðgjöf og eftirlit í mötuneytum Ísafjarðarbæjar.


Drög að samningi við Salóme Elínu Ingólfsdóttir lögð fram. Í samningnum er gert ráð fyrir að Salóme sinni ráðgjöf og eftirliti við öll skólamötuneytin Ísafjarðarbæjar á yfirstandandi skólaári.


Lagt fram til kynnningar.



Önnur mál.



8.  Handbók nemenda og foreldra og Þingfréttir frá Grunnskólanum á Þingeyri.


Lögð fram til kynningar handbók nemenda og foreldra Grunnskólans á Þingeyri, ásamt Þingfréttur.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 17:26.


Halldór Halldórsson, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Elías Oddsson.


Gylfi Þór Gíslason.     


Kristín Hálfdánardóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.   


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 







Er hægt að bæta efnið á síðunni?