Fræðslunefnd - 243. fundur - 12. september 2006

Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson og Guðrún Anna Finnbogadóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.


Kristín Hálfdánardóttir boðaði forföll, í hennar stað mætti Óðinn Gestsson.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Leikskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Svava Rán Valgeirsdóttir f.h. leikskólastjóra.



1.  Kynning á námskeiðsdegi leikskólanna


Leikskólafulltrúi kynnti fyrirkomulag námskeiðsdags sem haldinn verður þann 15. september n.k. fyrir allt starfsfólk leikskóla Ísafjarðarbæjar. Leiðbeinendur námskeiðsins koma frá Kramhúsinu í Reykjavík.



2. Skóladagatöl leikskólanna


Lagt fram til kynningar skóladagatöl fyrir veturinn 2006-2007 frá Sólborg, Eyrarskjól, Laufás og Grænagarði.



3. Staðan á biðlistum leikskóla Ísafjarðarbæjar


Leikskólafulltrúi kynnti stöðuna á biðlistunum. Á biðlista eftir leikskólaplássi eru 24 börn á aldrinum 6-18 mánaða nema 2 sem eru fædd árið 2003. Eldri börnin eru nýkomin á biðlisa eða hafa hafnað plássi.



4. Fréttabréf frá Sólborg og Eyrarskjóli


Fréttabréf frá Sólborg og Eyrarskjóli fyrir september 2006 lögð fram.


Lagt fram til kynningar.



Grunnskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi Ellert Ö. Erlingsson f.h. skólastjóra.



5. Börn á grunnskólaaldri sem eru á utangarðsskrá og börn án kennitölu


Lögð fram greinagerð frá forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu þar sem farið var yfir aðdraganda og ferli í tengslum við inntöku barna í skóla og bréf sem sent var ýmsum aðilum til að vekja athygli á börnum á Íslandi sem eru á utangarðsskrá ásamt bréfi Útlendingastofnunar dags. 11. sept s.l. þar sem verklag stofnunarinnar og hlutverk innflytjenda er skýrt. Ennfremur var lagt fram móttökuferli nýbúa, en það eru þær verklagsreglur sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár og koma frá nýbúaráðgjafa sveitarfélaganna sem staðsett er hjá Reykjavíkurborg.


Guðrún Anna Finnbogadóttir og Kolbrún Sverrisdóttur lögðu fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Í-listans; Þann fyrsta maí síðastliðin er aðlögunarákvæði laga EES frá því 2004 um atvinnuréttindi íbúa nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins tóku gildi urðu þáttaskil í útgáfu atvinnuleyfa á Íslandi. Í kjölfarið jókst mjög fjöldi þeirra er komu til landsins í atvinnuleit og óskuðu eftir dvalarleyfi og kennitölu á Íslandi. Biðtími eftir kennitölum varð stöðugt lengri og yfirvöld komust ekki yfir að afgreiða kennitölur innan eðlilegra tímamarka. Sú ákvörðun bæjarins að meina erlendum börnum aðgengi að skólum bæjarfélagsins undir þessum sérstöku kringumstæðum sem höfðu skapast og reka börn úr skólanum sem þegar höfðu hafið skólagöngu er algerlega óásættanlegt. Það var ekki kallaður til aukafundur fræðslunefndar til að ræða málið og það kom ekki fyrir á fræðslunefndarfundi þann 15. ágúst 2006. Þegar unnið er að málefnum er varða einstaklinga og reglur stangast á er ljóst að mannúðarlög hafa meira vægi en önnur lög. Þó full þörf sé á að leysa málið í heild sinni og skýra þær verklagsreglur sem vinna á eftir á það aldrei að bitna á einstaklingum sérstaklega ekki er um börn er að ræða. Þessi málsmeðferð er reiðarslag fyrir alla þá íbúa Ísafjarðarbæjar sem hafa sýnt jákvæðan vilja í verki um að vera í fararbroddi í málefnum nýbúa. Hingað til hefur verið lítið til þess á landsvísu hvernig móttökurnar hafa verið á Vestfjörðum samanber starfsemi Róta, félags áhugafólks um fjölmenningu og Fjölmenningarseturs.


Halldór Halldórsson, Óðinn Gestsson og Elías Oddsson lögðu fram eftirfarandi bókun. Undirrritaðir mótmæla rangtúlkunum sem koma fram í bókun fulltrúa Í-listans. Á fundi fræðslunefndar hafa starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu útskýrt að um samræmdar vinnureglur er að ræða á landsvísu og að ekki hafði verið sótt um af hálfu foreldra fyrir þau börn sem um ræðir. Vísað er á bug aðdróttunum um óeðlilegar ákvarðanir af hálfu bæjarins sé að ræða. Vísað er til bréfs Útlendingastofnunar dags. 11. sept. þar sem fram kemur að stofnuninni hafi enn ekki borist umsóknir um dvalarleyfi fyrir umrædd börn. Undirritaðir telja nauðsynlegt að kerfinu á landsvísu verði breytt með hagsmuni barnanna í huga og vísa til þess að Skóla- og fjölskylduskrifstofa hafði frumkvæði að því að benda á brotalamir í kerfinu með bréfi dags. 10. ágúst s.l.



6. Bréf Sigurðar Hafberg


Tekið var fyrir bréf Sigðurðar Hafberg dagsett 12. ágúst 2006 þar sem hann fer fram á skýringar á afgreiðslu erindis er varðar endurgreiðslu skólagjalda grunnskólanemanda í framhaldsskólaáfanga. Ennfremur er lagt fram svarbréf frá forstöðumanni skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 17. ágúst 2006 þar sem færð eru rök fyrir höfnun á erindi hans. Samkvæmt grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar er stefnt að því að greiða niður kostnað sem hlýst af því að sækja framhaldsskólaáfanga, annan en ferðakostnað. Þar sem ekki hafa verið unnar verklagsregur um hvernig skuli að þessu staðið og ekki ver gert ráð fyrir þessu við síðustu fjárhagaáætlangerð var erindinu hafnað.


Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að vinna áfram að málinu í samræmi við grunnskólastefnu og leggja fyrir nefndina í haust.



7. Skólaakstur frá Ingjaldssandi


Lagt fram bréf til fræðslunefndar frá Elísabetu A. Pétursdóttir, ábúanda á Ingjaldssandi, dagsett 23. ágúst 2006 þar sem hún ítrekar vilja sinn til að aka syni sínum í skólann dag hvern. Grunnskólafulltrúi tjáði nefndinni hvernig staðan væri í vinnslu málsins.


Fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu og vísar umræðum á fundi til fundar með Elísabetu, starfsmönnnum og formanni fræðslunefndar n.k. mánudag.



8. Samræming verðs í mötuneytum grunnskóla Ísafjarðarbæjar


Ný gjaldskrá mötuneyta í grunnskóla Ísafjarðarbæjar lögð fram. Staðið var að samræmingu verðs í mötuneytum GÖ, GS og GÞ. Þar verður verð á stakri máltíð 295 kr. Sömu afsláttarkjör eru í gildi í öllum mötuneytum skólanna.


Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu ásamt skólastjórnendum á Suðureyri að finna lausn á mötuneytismálum Grunnskólanemenda til framtíðar og skili inn tillögum til nefndarinnar fyrir 10. nóvember n.k. um tilhögun á Suðureyri og geri jafnframt grein fyrir stöðu mála á Flateyri og Þingeyri.



9. Samstarfsverkefni GÍ og Tónlistarskólans í 4. og 5. bekk


Fræðslunefnd barst bréf frá Jónu Benediktsdóttur, aðstoðarskólastjóra GÍ og Sigríði Ragnarsdóttur, skólastjóra Tónlistarskólans þar sem kynnt eru ný samstarfsverkefni skólanna. Um er að ræða tónlistarverkefni í 4. bekk þar sem nemendur geta valið um að læra á kornet, klarinett, blokkflautu og hljómborð og kórverkefni í 5. bekk. Til þess að verkefnið nái fram að ganga þarf að auka stöðugildi um 20% í tónlistarskólanum og fá styrk upp á 200.000 til hljóðfærakaupa.


Fræðslunefnd fagnar frekari samstarfi milli skólanna og felur grunnskólafulltrúa að ganga frá millifærslu vegna launakostnaðar milli stofnana án þess að auka við stöðugildi. Einnig er grunnskólafulltrúa falið að skoða möguleika á fjármögnun hljóðfæra og möguleika þess að verða við beiðninni.



Tónlistarskólamál



10. Reglur varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum


Grunnskólafulltrúi lagði fram drög að reglum um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. Reglurnar eru mótaðar að fyrirmynd reglna hjá öðrum sveitarfélögum.


Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar.



Önnur mál



11. Þingfréttir frá GÞ


Ellert Ö. Erlingsson lagði fram fréttabréf Grunnskólans á Þingeyri.


Lagt fram til kynningar.



12. Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd


Grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir því að von er á tilnefningu frá foreldrafélögum til fræðslunefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 18:50.


Halldór Halldórsson, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Elías Oddsson.


Guðrún Anna Finnbogadóttir.    


Óðinn Gestsson


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu   


Kristín Ósk Jónasdóttir,grunnskólafulltrúi 


  


 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?