Fræðslunefnd - 238. fundur - 25. apríl 2006

Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, María Valsdóttir, varamaður Elíasar Oddssonar, Jens Kristmannsson, Óðinn Gestsson og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.


Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.



Grunnskólamál:


Mætt á fundinn Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara, auk Jónu Benendiktsdóttur, aðstoðarskólastjóra GÍ.



1. Kynning Jónu Benediktsdóttur á uppbyggingarstefnunni.


Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri kynnti uppbyggingarstefnu í skólastarfi, sem byggð er á kenningum Williams Glasser um hegðun einstaklinga, sem hlotið hefur íslenska heitið ,,Uppeldi til ábyrgðar?.  Stefnan hefur mannvirðingu að leiðarljósi og að unnið sé með sameiginleg lífsgildi allra sem að koma.  Starfsmenn grunnskólanna í Ísafjarðarbæ eru að kynna sér stefnuna, sem markmiðið er að verði unnið samkvæmt í öllum skólum sveitarfélagsins.


Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið og þakkar kynninguna.


Jóna Benediktsdóttir fór af fundi að loknum þessum lið.



2. Fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði.


Lagt fram og kynnt af Skarphéðni Jónssyni, skólastjóra.



3. Húsnæðismál Grunnskólans á Ísafirði.


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, kynnti hugmyndir um fyrirkomulag við notkun húsnæðis GÍ meðan á framkvæmdum við húsnæði og skólalóð stendur, næstu 2 ár.  Miðað er við að breytingar verði gerðar á 2. hæð Sundhallarinnar auk skipulagsbreytinga.  Flest er leyst þó með undantekningum um staðsetningu Dægradvalar og danskennslu.


Fræðslunefnd lýsir áhyggjum sínum vegna ástadns skólalóðar og leggur áherslu á að unnið verði að úrbótum fyrir upphaf skóla næsta haust.



4. Umhverfi Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri.   2006-03-0082


Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi, las bréf foreldrafélags Grunnskóla Önundarfjarðar frá 13. mars 2006, til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar varðandi ástand skólalóðar.  Bæjarráð vísaði erindinu til Skóla-og fjölskylduskrifstofu og tæknideildar.


Fræðslunefnd leggur áherslu á að viðhaldsverkefnum við grunnskóla sveitarfélagsins verði lokið, þau ekki skilin eftir hálfkláruð.



5. Skólaheimsókn starfsmanna Grunnskólans á Ísafirði.    2006-03-0118


Grunnskólafulltrúi las bréf starfmanna GÍ, um styrkbeiðni vegna fyrirhugaðrar skólaheimsóknar til Finnlands í sumar.


Erindinu vísað til Starfsmenntasjóðs.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 17:24.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Jens Kristmannsson.


Óðinn Gestsson.   


María Valsdóttir.     


Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara.   


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.


Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi  



Er hægt að bæta efnið á síðunni?