Fræðslunefnd - 236. fundur - 21. mars 2006

Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, Óðinn Gestsson, Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.


Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.



Leikskólamál:


Mættar á fundinn leikskólastjórarnir Berglind Grétarsdóttir og Jóna Lind Karlsdóttir.



1. Bréf leikskólastjóra Eyrarskjóls.  2006-01-0085


Jóna Lind Karlssdóttir, leikskólastjóri Eyrarskjóls, skýrði bréf sitt til fræðslunefndar dagsett 14.02.2006.  Hún telur könnun varðandi lokanir sumarið 2006 hafa verið of seint á ferð og nauðsynlegt að ákvarðanir um sumarlokanir verði framvegis teknar fyrr.


Jóna Lind fór af fundi að þessum lið loknum.



2.   Fjölmenning í leik- og grunnskólum í Ísafjarðarbæ.  2006-03-0107


Drög að skýrslu um fjölmenningu í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar, unnin af Sonju Elínu Thompson, lögð fram og rædd.   Einnig rætt um túlkaþjónustu.



3. Fréttabréf Eyrarskjóls og Bakkaskjóls.


Fréttabréfin lögð fram.  Fram kemur í fréttabréfi Bakkaskjóls ánægja með kaup á Einingakubbum, sem þakka má fjáröflun foreldrafélagsins.


 


4. Önnur mál. 


Rætt um heimsókn fræðslunefndar í leikskólann Bakkaskjól, m.a. með skoðun á framtíðarhúsnæði leikskólans í huga.  Ákveðið að heimsókn verði 29.03.2006.



Grunnskólamál:


Mætt á fundinn Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara.



5. Skýringar með skóladagatölum 2006 ? 2007.


Lögð fram skóladagatöl grunnskólanna í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2006-2007, með skýringum.


Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl grunnskólanna 2006?2007.



6.  Áður útsendar skýrslur um mötuneyti, rekstur og stöðugildi GÍ.


Skarphéðinn Jónsson kynnti skýrslurnar og svaraði fyrirspurnum.  Fræslunefnd lýsir ánægju sinni með gerð skýrslanna.



7.  Önnur mál.


Grunnskólafulltrúi kynnti beiðni um könnun á reykingavenjum grunnskólabarna. Grunnskólafulltrúa falið að óska eftir fundargerðum skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.


Fleira ekki gert fundi slitið  kl: 17:35.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.


Elías Oddsson.


Jens Kristmannsson.


Óðinn Gestsson. 


Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara.


Iðunn Antonsdóttir, 0grunnskólafulltrúi.


Sigurlína Jónasdóttir,leikskólafulltrúi.


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.


Una Þóra Magnúsdóttir,fulltrúi foreldra.


      




  





Er hægt að bæta efnið á síðunni?