Fræðslunefnd - 232. fundur - 26. janúar 2006


Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar.


Óðinn Gestsson boðaði forföll, enginn mætti í hans stað.


Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.





1. Ferð fræðslunefndar í Grunnskólann á Þingeyri.



Fræðslunefnd fór í vettvangsferð í Grunnskólann á Þingeyri þar sem Ellert skólastjóri tók á móti nefndinni og sýndi aðstöðu nemenda og starfsmanna.


Grunnskólafulltrúa er falið að koma á framfæri við eignasjóð þeim athugasemdum sem fram komu varðandi mötuneytisaðstöðu, lóðamál og leka. Fræðslunefnd þakkar móttökuna og fagnar því jákvæða andrúmslofti og góða starfsanda sem er ríkjandi í skólanum.




Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.


Jens Kristmannsson.


Iðunn Antonsdóttir,


grunnskólafulltrúi.








Er hægt að bæta efnið á síðunni?