Fræðslunefnd - 231. fundur - 24. janúar 2006

Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, Óðinn Gestsson og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.

Leikskólamál:Mættar voru á fundinnSigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri.1. Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar. 2006-01-0085Tillögur Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa, frá 19. janúar 2006, um annars vegar 2 vikna og hinsvegar 4 vikna sumarlokanir leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar lagðar fram og ræddar.


Fræðslunefnd felur leikskólafulltrúa að kanna á hvaða tíma muni henta foreldrum best að börnin fari í frí, niðurstöður skulu liggja fyrir að hálfum mánuði liðnum.2. Viðhorfskönnun meðal foreldra leikskólabarna hjá leikskólum Ísafjarðarbæjar haustið 2005. 2006-01-0087Fræðslunefnd lýsti ánægju sinni með jákvæðar niðurstöður viðhorfakönnunar meðal foreldra leikskólabarna á leikskólum Ísafjarðarbæjar haustið 2005, sem hér er lögð fram.3. Mötuneytismál.Rætt um mötuneytismál. Fram kom óánægja með gæði og kostnað við fæði leikskólabarna á Bakkaskjóli. Leikskólafulltrúa falið að kanna málið og hvers sé að fylgjast með að framkvæmd sé í samræmi við samþykkt útboð og gæðastaðla.Grunnskólamál:


4. Réttmæti ályktana um skólastarf út frá námsárangri. 2006-01-0088Grunnskólafulltrúi kynnti samantekt um réttmæti ályktana um skólastarf út frá námsárangri á samræmdum prófum árin 2002 ? 2004. Í samantektinni er lögð áhersla á að ekki sé unnt að álykta um skólastarf út frá þessum upplýsingum, þær þurfi að skoða samhliða öðrum upplýsingum um skólastarf.5. Vinnuverndarátak í grunnskólum 2006. 2006-01-0064.Bréf Vinnueftirlits ríkisins frá 17. janúar 2006, þar sem kynnt var fyrirhugað vinnu-verndarátak skólaárið 2006 ? 2007.6. Skýrsla um stöðugildi GÍ 2005 ? 2006. 2005-09-0037.Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðugildi GÍ 2005-2006.7. Skýrsla um rekstrarkostnað GÍ 2004.Lögð fram til kynningar skýrsla um rekstrarkostnað GÍ 2004. Lagt til að Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar annist gerð slíkrar skýrslu á næsta ári.8. Forsendur starfsáætlunar 2006 ? 2007.Lagðar fram til kynningar forsendur starfsáætlunar 2006-2007.. Leik - og grunnskóla-fulltrúum falið að samræma starfsdaga skólastiganna tveggja.9. Önnur mál.Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, kom á fundinn og ræddi umræður á fundi í GÍ þann 16. janúar 2006, þar sem fjallað var m.a. um framkvæmdir við skólann. Einnig voru lagðar fram teikningar sérgreinahúss og lóðamála. Einnig kynnti bæjarstjóri niðurstöður frá nýliðinni launamálastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá var vakin athygli á formlegri opnun Háskólaseturs Vestfjarða sem verður 4. febrúar 2006.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.


Óðinn Gestsson. Jens Kristmannsson.


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi. Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?